Erlent

Páfinn bað fyrir fórnarlömbum

Páfinn bað fyrir fórnarlömbum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í Japan.
Páfinn bað fyrir fórnarlömbum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í Japan.
Benedikt páfi sextándi bað fyrir fórnarlömbum jarðskjálftans og fljóðbylgjunnar í Japan í sunnudagsblessun sinni í gær. Hann lýsti yfir ánægju sinni með reisn og hugrekki heimamanna í viðbrögðum þeirra við óförunum. Benedikt hvatti einnig hjálparstarfsmenn, sem eru að störfum í Japan, til dáða og sagði að Guð væri með þeim. Talið er að yfir tíu þúsund manns hafi farist í Japan síðan jarðskjálfti af stærðinni 8,9 á Richter reið yfir landið í síðustu viku. -fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×