Háhýsin sveifluðust sem væru úr gúmmíi Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. mars 2011 00:00 Í tókýó Mölbrotinn varningur í postulínsbúð í Tókýó eftir risajarðskjálftann í gærmorgun. Skemmdir voru afar mismunandi eftir borgarhlutum. Nordicphotos/AFP Smástund leið áður en fólk áttaði sig á því að risajarðskjálftinn í Japan í gær væri stærri en gengur og gerist. Jarðskjálftar eru þar svo tíðir að fæstir kippa sér upp við smáskjálfta.Árni KristjánssonÁrni Kristjánsson, doktorsnemi við Listaháskólann í Tókýó, var staddur á veitingahúsi í miðborginni þegar skjálftinn brast á, laust fyrir klukkan þrjú síðdegis að staðartíma. „Þetta byrjaði eins og þessi venjulegi hristingur, en svo leit fólk hvað á annað inni á veitingastaðnum, þegar rann upp fyrir því að þetta væri eitthvað meira. Eftir fyrstu tíu sekúndurnar var það orðið mjög augljóst að þetta var ekki venjulegur skjálfti.“ Árni hljóp út af veitingastaðnum og út á miðja götu. „Þarna er mjög mikið af mjóum háhýsum, átta til tíu hæðir, allt í kring. Þau sveifluðust um eins og þau væru gerð úr gúmmíi og mikil mildi að glerið skyldi ekki brotna í rúðunum. Maður sá grindurnar bogna. Þetta var alveg svakaleg sjón og fólk greinilega frekar hrætt.“ Vegna þess að lestarkerfið í Tókýó lá niðri eftir stóra skjálftann var ekki hlaupið að því að komast um borgina. Árni segir leigubíla strax hafa verið tekna þannig að hans beið tveggja og hálfrar klukkustundar gangur heim. „Og ég sá sem betur fer svo sem engar sérstakar skemmdir á leiðinni heim,“ segir hann. Þegar heim var komið sá hann að hlutir höfðu fallið úr hillum og færst úr stað. Síðan sá hann í fréttunum að annars staðar hefðu hús hrunið og eldar kviknað í borginni, auk viðvarana vegna flóðbylgjunnar sem gekk á land. Á leiðinni heim sagðist Árni hins vegar hafa orðið vel var við eftirskjálftana sem riðu yfir, en þeir voru margir á stærð við og stærri en stærstu skjálftar sem verða hér á landi. „Maður finnur þrýstinginn í jörðinni, en þarf að horfa í kring um sig til að sjá hvort skjálfti er í gangi eða ekki. Svo kannski heyrði ég skilti berjast við næsta húsvegg.“ Árni segir eftirskjálfta hafa komið með um það bil tuttugu mínútna millibili fyrstu klukkustundirnar eftir stóra skjálftann, sem var 8,9 á Richter. Íslendingar sem búsettir eru í Tókýó settu sig strax í samband hver við annan og sagðist Árni ekki hafa heyrt annað en allir væru heilir á húfi. Ástand væri hins vegar dálítið misjafnt eftir hverfum. Þannig virtist lífið ganga sinn vanagang í hans hverfi, verslanir voru opnar og fólk í búðum. Félagi í suðurhluta borgarinnar sagði honum hins vegar að drífa sig í að kaupa inn, því þar hamstraði fólk allt ætilegt í búðum líkt og það byggi sig undir nokkur harðindi. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Smástund leið áður en fólk áttaði sig á því að risajarðskjálftinn í Japan í gær væri stærri en gengur og gerist. Jarðskjálftar eru þar svo tíðir að fæstir kippa sér upp við smáskjálfta.Árni KristjánssonÁrni Kristjánsson, doktorsnemi við Listaháskólann í Tókýó, var staddur á veitingahúsi í miðborginni þegar skjálftinn brast á, laust fyrir klukkan þrjú síðdegis að staðartíma. „Þetta byrjaði eins og þessi venjulegi hristingur, en svo leit fólk hvað á annað inni á veitingastaðnum, þegar rann upp fyrir því að þetta væri eitthvað meira. Eftir fyrstu tíu sekúndurnar var það orðið mjög augljóst að þetta var ekki venjulegur skjálfti.“ Árni hljóp út af veitingastaðnum og út á miðja götu. „Þarna er mjög mikið af mjóum háhýsum, átta til tíu hæðir, allt í kring. Þau sveifluðust um eins og þau væru gerð úr gúmmíi og mikil mildi að glerið skyldi ekki brotna í rúðunum. Maður sá grindurnar bogna. Þetta var alveg svakaleg sjón og fólk greinilega frekar hrætt.“ Vegna þess að lestarkerfið í Tókýó lá niðri eftir stóra skjálftann var ekki hlaupið að því að komast um borgina. Árni segir leigubíla strax hafa verið tekna þannig að hans beið tveggja og hálfrar klukkustundar gangur heim. „Og ég sá sem betur fer svo sem engar sérstakar skemmdir á leiðinni heim,“ segir hann. Þegar heim var komið sá hann að hlutir höfðu fallið úr hillum og færst úr stað. Síðan sá hann í fréttunum að annars staðar hefðu hús hrunið og eldar kviknað í borginni, auk viðvarana vegna flóðbylgjunnar sem gekk á land. Á leiðinni heim sagðist Árni hins vegar hafa orðið vel var við eftirskjálftana sem riðu yfir, en þeir voru margir á stærð við og stærri en stærstu skjálftar sem verða hér á landi. „Maður finnur þrýstinginn í jörðinni, en þarf að horfa í kring um sig til að sjá hvort skjálfti er í gangi eða ekki. Svo kannski heyrði ég skilti berjast við næsta húsvegg.“ Árni segir eftirskjálfta hafa komið með um það bil tuttugu mínútna millibili fyrstu klukkustundirnar eftir stóra skjálftann, sem var 8,9 á Richter. Íslendingar sem búsettir eru í Tókýó settu sig strax í samband hver við annan og sagðist Árni ekki hafa heyrt annað en allir væru heilir á húfi. Ástand væri hins vegar dálítið misjafnt eftir hverfum. Þannig virtist lífið ganga sinn vanagang í hans hverfi, verslanir voru opnar og fólk í búðum. Félagi í suðurhluta borgarinnar sagði honum hins vegar að drífa sig í að kaupa inn, því þar hamstraði fólk allt ætilegt í búðum líkt og það byggi sig undir nokkur harðindi.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira