Innlent

Lögregla rannsakar mál Gunnars

Gunnar Þorsteinsson
Gunnar Þorsteinsson
Konurnar átta sem ásaka Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann Krossins, um kynferðislega áreitni hafa nú gefið sig fram til lögreglu. Skýrslutökum er að ljúka og mun Gunnar væntanlega verða kallaður í skýrslutöku í kjölfarið.

Ásta Knútsdóttir, talskona kvennanna, segir málin hafa endað á borði yfirvalda vegna þess að þolinmæði kvennanna hafi runnið út. „Við höfum árangurslaust reynt að ná áheyrn stjórnar Krossins og innanríkisráðherra gat ekki gefið okkur ráð. Það bólar ekkert á fagráðinu hjá Krossinum og Gunnar vill ekki gangast við neinum brotum, þannig að við ákváðum að láta reyna á þetta," segir Ásta. „Við erum að vonast til þess að [Gunnar] verði í það minnsta kallaður fyrir. Svo á eftir að koma í ljós hvort öll málin séu fyrnd."

Ásta segir konurnar afar glaðar með að stíga þetta skref. Það sé ákveðin goðsögn útbreidd í samfélaginu um að ef brot hafi átt sér stað fyrir mörgum árum sé ekki hægt að tilkynna þau til lögreglu. „Við erum mjög glaðar yfir móttökum lögreglunnar," segir hún. „Nafn Gunnars er þá í það minnsta komið á skrá þannig að ef fleiri konur tilkynna hann til lögreglu mun nafn hans vera þar."

Gunnar kvaðst ekki hafa heyrt af tilkynningu kvennanna til lögreglu þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið.

- svAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.