Innlent

Reyna að fá Buffet og Gates í bridge

Jafet Ólafsson
Jafet Ólafsson
Ísland tekur á þessu ári þátt í heimsmeistaramótinu í bridge. „Við höfum ekki verið með síðan við urðum heimsmeistarar árið 1991,“ segir Jafet S. Ólafsson, formaður Bridgesambandsins. Þá vakti heimsathygli sigur Íslands í sveitakeppninni Bermuda Bowl (Bermúdaskálinni).

Jafet bendir á að bridge sé eina hópíþróttin þar sem Íslendingar hafi orðið heimsmeistarar, en bridge var tekin upp sem Ólympíuíþrótt fyrir sjö árum. Einar Jónsson, landsliðsþjálfari í bridge, hefur með landsliðsnefnd, valið fjögur pör í lokalandsliðshóp fyrir þetta ár. Núna fer Bermúdaskálin fram í Hollandi í október.

Endanlegt val þriggja para sem fara á mótið fer fram í apríl, en meðal paranna sem þegar hafa verið valin eru þrír sem voru í heimsmeistaraliðinu 1991. Það eru Jón Baldursson, Þorlákur Þorlákur Jónsson og Aðalsteinn Jörgensen.

Bridge-geta Íslendinga er víða umtöluð að sögn Jafets. Þannig hafi fjárfestirinn Warren Buffet fyrir nokkrum árum aftekið fjárfestingar hér, en kvaðst vita það eitt um landið að þar væru mjög góðir bridge-spilarar.

„Hann sagðist stundum spila við Íslendinga á netinu,“ segir Jafet. Hið sama á svo við um milljarðamæringinn og stofnanda Microsoft, Bill Gates. „Og við erum einmitt að reyna að fá þá hingað til lands til að spila í janúar á næsta ári.“- óká



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×