Enski boltinn

Kaka orðaður við Man Utd

Elvar Geir Magnússon skrifar

Brasilíski miðjumaðurinn Kaka hjá Real Madrid er orðaður við Manchester United í enska blaðinu Daily Star Sunday. Blaðið segir að í umræðunni sé að lána Kaka til félagsins nú í janúar með það fyrir augum að United kaupi leikmanninn svo alfarið næsta sumar.

Inter, Chelsea og Manchester City hafa einnig augastað á Kaka en samkvæmt frétt blaðsins vill Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, helst selja leikmanninn til félaga síns Sir Alex Ferguson.

Kaka er nýbúinn að jafna sig af meiðslum en hann hefur ekkert spilað það sem af er tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×