Enski boltinn

Dalglish ætlar að koma Torres í gang

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Torres fer hér af velli í gær.
Torres fer hér af velli í gær.

Hinn nýráðni stjóri Liverpool, Kenny Dalglish, segist ætla að hjálpa framherjanum Fernando Torres við að finna sitt fyrra form.

Það hefur lítið gengið hjá Torres í vetur sem hefur aðeins skorað 6 mörk í 22 leikjum.

"Torres er með töfrastaf. Það býr mikið í honum og það er undir okkur komið að koma honum í gang," sagði Dalglish.

"Hann vill sárlega standa sig vel og við munum koma honum í stuð fyrr frekar en síðar. Hann keyrði sig út í leiknum gegn United og það sýnir hversu mikið hann er til í að leggja á sig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×