Innlent

Þjóðgarður haldi viðbót

Aukin veitingasala og aðgangseyrir að salernum færir þjóðgarðinum meiri tekjur.
Aukin veitingasala og aðgangseyrir að salernum færir þjóðgarðinum meiri tekjur.
Þingvallanefnd vill að forsætisráðuneytið heimili að tekjuaukning vegna aðgangseyris að salernum og hækkun lóðaleigu á sumarhús verði nýtt í þjóðgarðinum en komi ekki til frádráttar framlögum á fjárlögum.

Á fundi hjá Þingvallanefnd kom fram að rekstur þjóðgarðsins hefði verið þrjár milljónir króna í plús í lok júlí. Launaliður hefði verið umfram áætlun en sértekjur aukist. Þetta kallaði á á 10,3 milljóna króna „aukningu á ramma ársins 2012“; 5 milljónir vegna hærri lóðarleigu og 5,3 milljónir vegna aukinna sértekna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir bókaði að sjónarmið sjálfstæðismanna væri að ríkisstofnanir ættu ekki að þenjast út vegna aukinna sértekna.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×