Fótbolti

Tékkar unnu mikilvægan sigur gegn Úkraínu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dockal fagnar hér marki í dag. Mynd. / Getty Images
Dockal fagnar hér marki í dag. Mynd. / Getty Images
Tékkar unnu nokkuð þægilegan sigur, 2-1, gegn Úkraínu í B-riðli Evrópumóts U-21 landsliða í Danmörku.

Staðan var 0-0 í hálfleik eftir nokkuð tíðindalítinn hálfleik. Þegar aðeins fjórar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik skoraði  Borek Dockal, leikmaður Tékklands, og koma þeim  einum marki yfir.

Hann var síðan aftur á ferðinni nokkrum mínútum síðar þegar hann gerði annað mark og Tékkar komnir í lykilstöðu.

Úkraína náði að minnka muninn fimm mínútum fyrir leikslok en þá skoraði Maksim Beliy, en lengra komust þeir ekki niðurstaðan því 2-1 sigur Tékklands.

Tékkar eru með eitt sigurstranglegasta liðið á mótinu og eru til alls líklegir, en þeir voru með Íslendingum í riðli í undankeppninni og unnu báða leikina gegn okkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×