Enski boltinn

Juventus hefur áhuga á Babel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Juventus hefur góða reynslu af því að nýta leikmenn sem Liverpool getur ekki notað. Alberto Aquilani hefur blómstrað hjá liðinu síðan hann kom þangað frá Liverpool.

Nú hefur ítalska félagið beint spjótum sínum að Hollendingnum Ryan Babel sem hefur ekkert getað hjá enska félaginu.

Juve vantar vinstri kantmann og íþróttastjóri félagsins vill ólmur fá Babel á vænginn.

Það vilja fleiri félög fá Babel og má þar nefna Birmingham og Hoffenheim sem Gylfi Þór Sigurðsson leikur með.

Babel kom til Liverpool frá Ajax árið 2007 og hefur í raun aldrei náð sér á strik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×