Viðskiptavinir börðu sjálfir harðfiskinn Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2011 19:02 Bóndinn á Skálanesi á sunnanverðum Vestfjörðum hefur á æviskeiði sínu horft upp á yfir þrjátíu sveitabæi í kringum sig fara í eyði. Skálanes var áður miðstöð verslunar á stóru svæði en er nú orðinn endastöð byggðar, sem stórt skarð hefur rofnað í. Við erum á þjóðvegir númer 60, Vestfjarðavegi milli Bjarkalundar og Flókalundar, sem margir telja með fegurstu þjóðleiðum á Íslandi. Hérna fara menn fjörð eftir fjörð án þess að sjá eitt einasta byggða ból. Á leið að vestan aka menn um samfelldar eyðibyggðir í einn og hálfan tíma áður en komið er að Skálanesi, sem nú er orðinn útvörður byggðarinnar. En þannig var það ekki þegar Hallgrímur Jónsson var að stíga sín fyrstu spor þar fyrir meira en áttatíu árum. Þegar hann var ungur var búið á um fjörutíu sveitabæjum í Múlasveit og Gufudalssveit og í eyjunum úti fyrir ströndinni sem heyrðu undir Flateyjarhrepp. Síðan hafa heimilin horfið hvert af öðru og X-unum fjölgað á landakortunum, táknum eyðibýla. Nú eru eftir aðeins fjórir bæir milli Þorskafjarðar og Vatnsfjarðar, tveir í Gufudal, og svo í Djúpadal og á Skálanesi. En hvað gerðist eiginlega? Afhverju fór allt fólkið? Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 segir Hallgrímur bóndi að fólkið hafi farið að flytja þegar aðstæður breyttust fyrir sunnan. Þar gat fólk fengið góða atvinnu sem það valdi fremur en að basla áfram í búskapnum. Sjálfum hafi honum þótt það vitleysa að rjúka svona burt. Hallgrímur segir alveg ferlegt að vita til þess að engin byggð skuli lengur vera á leiðinni til Vatnsfjarðar, nema sumarhús. Allstaðar á svæðinu séu þó kostajarðir og ekta sauðland. Hallgrímur segir sárt að horfa upp á þetta gerast. Unga fólkið fáist ekki lengur til að stunda búskap á svona svæðum en einnig skipti skólar og menntun máli. Unga fólkið fari í skóla suður og kynnist þar öðru, giftist og stofni heimili fyrir sunnan, og komi ekki aftur. Hallgrímur býr á Skálanesi ásamt eiginkonu, syni og tengdadóttur en þegar við spyrjum hvort næsta kynslóð sjái fyrir sér að áfram verði búið á Skálanesi eru menn ekki vissir. Sveinn Hallgrímsson segir að þau séu þarna ennþá en framtíðin verði að skera úr um hve lengi það verði. Búskapur sé nánast engin orðinn, konan stundi vinnu á Reykhólum og menn sjái ekki fram á vegarbætur þarna á milli til að forsvaranlegt sé að ætla að keyra á milli Skálaness og Reykhóla. Skálanes er þekktast úr kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börnum náttúrunnar, en atriði í myndinni voru tekin þarna upp fyrir rúmum tuttugu árum, um það leyti sem rekstri kaupfélagsútibúsins var hætt. Í viðtalinu á Stöð 2 rifjar Hallgrímur upp kynni sín af kvikmyndatökufólkinu en það dvaldi á Skálanesi í tvo daga við upptökur. Hann rifjar einnig upp sögu kaupfélagsins og segir ferðafólk sakna þess, ekki síst harðfisksins, sem var seldur óbarinn, en viðskiptavinir fengu síðan hamar lánaðan í búðinni til að berja sjálfir harðfiskinn. Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Bóndinn á Skálanesi á sunnanverðum Vestfjörðum hefur á æviskeiði sínu horft upp á yfir þrjátíu sveitabæi í kringum sig fara í eyði. Skálanes var áður miðstöð verslunar á stóru svæði en er nú orðinn endastöð byggðar, sem stórt skarð hefur rofnað í. Við erum á þjóðvegir númer 60, Vestfjarðavegi milli Bjarkalundar og Flókalundar, sem margir telja með fegurstu þjóðleiðum á Íslandi. Hérna fara menn fjörð eftir fjörð án þess að sjá eitt einasta byggða ból. Á leið að vestan aka menn um samfelldar eyðibyggðir í einn og hálfan tíma áður en komið er að Skálanesi, sem nú er orðinn útvörður byggðarinnar. En þannig var það ekki þegar Hallgrímur Jónsson var að stíga sín fyrstu spor þar fyrir meira en áttatíu árum. Þegar hann var ungur var búið á um fjörutíu sveitabæjum í Múlasveit og Gufudalssveit og í eyjunum úti fyrir ströndinni sem heyrðu undir Flateyjarhrepp. Síðan hafa heimilin horfið hvert af öðru og X-unum fjölgað á landakortunum, táknum eyðibýla. Nú eru eftir aðeins fjórir bæir milli Þorskafjarðar og Vatnsfjarðar, tveir í Gufudal, og svo í Djúpadal og á Skálanesi. En hvað gerðist eiginlega? Afhverju fór allt fólkið? Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 segir Hallgrímur bóndi að fólkið hafi farið að flytja þegar aðstæður breyttust fyrir sunnan. Þar gat fólk fengið góða atvinnu sem það valdi fremur en að basla áfram í búskapnum. Sjálfum hafi honum þótt það vitleysa að rjúka svona burt. Hallgrímur segir alveg ferlegt að vita til þess að engin byggð skuli lengur vera á leiðinni til Vatnsfjarðar, nema sumarhús. Allstaðar á svæðinu séu þó kostajarðir og ekta sauðland. Hallgrímur segir sárt að horfa upp á þetta gerast. Unga fólkið fáist ekki lengur til að stunda búskap á svona svæðum en einnig skipti skólar og menntun máli. Unga fólkið fari í skóla suður og kynnist þar öðru, giftist og stofni heimili fyrir sunnan, og komi ekki aftur. Hallgrímur býr á Skálanesi ásamt eiginkonu, syni og tengdadóttur en þegar við spyrjum hvort næsta kynslóð sjái fyrir sér að áfram verði búið á Skálanesi eru menn ekki vissir. Sveinn Hallgrímsson segir að þau séu þarna ennþá en framtíðin verði að skera úr um hve lengi það verði. Búskapur sé nánast engin orðinn, konan stundi vinnu á Reykhólum og menn sjái ekki fram á vegarbætur þarna á milli til að forsvaranlegt sé að ætla að keyra á milli Skálaness og Reykhóla. Skálanes er þekktast úr kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börnum náttúrunnar, en atriði í myndinni voru tekin þarna upp fyrir rúmum tuttugu árum, um það leyti sem rekstri kaupfélagsútibúsins var hætt. Í viðtalinu á Stöð 2 rifjar Hallgrímur upp kynni sín af kvikmyndatökufólkinu en það dvaldi á Skálanesi í tvo daga við upptökur. Hann rifjar einnig upp sögu kaupfélagsins og segir ferðafólk sakna þess, ekki síst harðfisksins, sem var seldur óbarinn, en viðskiptavinir fengu síðan hamar lánaðan í búðinni til að berja sjálfir harðfiskinn.
Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira