Fótbolti

Corinthians til í að greiða Ronaldinho 130 milljónir á mánuði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronaldinho mun eiga fyrir salti í grautinn.
Ronaldinho mun eiga fyrir salti í grautinn.

Sagan endalausa um framtíð Ronaldinho ætlar engan enda að taka. Þegar loksins varð ljóst að hann færi til Flamengo stökk Corinthians í slaginn.

Varaforseti AC Milan, Adriano Galliani, lét hafa eftir sér að það væri 99 prósent öruggt að Ronaldinho færi til Flamengo. Þetta eina prósent dugði Corinthians.

"Áhrifamikill styrktaraðili vill sjá Ronaldinho hjá Corinthians. Við erum til í að greiða honum 850 þúsund evrur á mánuði," sagði forseti Corinthians en það gera litlar 130 milljónir íslenskra króna á mánuði sem er auðvitað glórulaus upphæð.

"Þetta er opinbert boð og Ronaldinho er velkomið að koma til viðræðna. Hann veit hvar hann finnur mig."

Hjá Corinthians myndi Ronaldinho hitta Roberto Carlos og Ronaldo sem báðir léku með honum í landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×