Fótbolti

Naumur sigur Skota í Liechtenstein

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Craig Mackail-Smith.
Craig Mackail-Smith. Nordic Photos / Getty Images
Craig Mackail-Smith tryggði Skotum nauman 1-0 sigur á smáríkinu Liechtenstein á útivelli í leik liðanna í undankeppni EM 2012. Sigurinn fleytti Skotum upp í annað sæti I-riðilsins.

Skotar eiga í harðri samkeppni við Tékka um annað sæti riðilsins en Spánverjar eru fyrir löngu búnir að tryggja sér sigur í riðlinum og þar með sæti í úrslitakeppni EM í Póllandi og Úkraínu á næsta ári.

Skotland er með ellefu stig en Tékkar með tíu. Þeir skosku eiga þó það erfiða verkefni eftir að mæta Spánverjum á útivelli í lokaumferðinni á þriðjudaginn en þá mæta Tékkar liði Litháa á útivelli.

Mackail-Smith leikur með Brighton í ensku B-deildinni og skoraði eina mark leiksins með skalla á 32. mínútu. Síðari hálfleikur var afar tíðindalítill og fátt í leik heimamanna sem ógnaði sigri Skotanna.

Hér fyrir neðan má sjá upplýsingar um leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×