Fótbolti

Víetnam greiddi óvart atkvæði með tillögu Englands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fulltrúar Knattspyrnusambands Víetnam greiddu atkvæði með frestunartillögu Englendinga á ársþingi FIFA í gær en fyrir slysni.

Englendingar báru upp þá tillögu að fresta ætti kjöri í embætti forseta FIFA í gær þar sem að núverandi forseti, Sepp Blatter, var einn í framboði.

Aðeins sautján af 208 aðilarsamböndum FIFA kusu með tillögunni og nú hefur komið í ljós að einn þeirra - Víetnam - gerði það fyrir slysni.

Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að Víetnam hafi kosið „já“ við tillögunni því þeir töldu að þeir væru þar með að segja að kosningin ætti að fara fram.

Það kom þó ekki að sök og Blatter hlaut yfirburðakosningu í kjörinu síðar um daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×