Barcelona vann í kvöld 3-0 sigur á Hercules í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Þar með hefndi liðið fyrir eina tap sitt á tímabilinu til þessa í spænsku úrvalsdeildinni en Hercules vann afar óvæntan 2-0 sigur á Börsungum á Nou Camp í upphafi september.
Pedro skoraði fyrsta mark Barcelona á 43. mínútu en Lionel Messi skoraði tvö á tveimur mínútum undir lok leiksins.
Farions, leikmaður Hercules, fékk að líta rauða spjaldið á 85. mínútu er hann fékk sína síðari áminningu í leiknum.
Eftir tapið í september hefur Barcelona verið á ótrúlegri siglingu og ekki tapað leik í deildinni. Reyndar hefur Barcelona unnið síðustu fimmtán deildarleiki sína.
Barcelona er á toppi deildarinnar með 58 stig af 63 mögulegum. Real Madrid er svo í öðru sæti með 51 stig en á leik til góða.
Barcelona kom fram hefndum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni
Íslenski boltinn

„Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“
Íslenski boltinn

Bale af golfvellinum og á skjáinn
Enski boltinn

Hákon Rafn gæti fengið sénsinn
Enski boltinn

„Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“
Íslenski boltinn

„Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“
Íslenski boltinn


Donnarumma skilinn eftir heima
Enski boltinn


Tap setur Ísland í erfiða stöðu
Handbolti