Ágreiningur um landbúnað tefur undirbúning aðildarviðræðna við ESB Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. júní 2011 19:45 Ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um mótun samningsmarkmiða gagnvart Evrópusambandinu þegar kemur að landbúnaðarmálum tefur undirbúning aðildarviðræðna við sambandið. Undirbúningur á samningsmarkmiðum íslenska ríkisins í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum gagnvart Evrópusambandinu er stopp, samkvæmt heimildum fréttastofu, en hinar formlegu aðildarviðræður, eftir störf rýnihópa, eiga að hefjast síðar í þessum mánuði. Ástæðan er að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvikar ekki frá kröfu Bændasamtakanna um fulla tollvernd íslenskra matvæla. Þeir sem standa nálægt aðildarviðræðum fullyrða að undirbúningsvinnan vegna aðildarviðræðnanna sé stopp í augnablikinu því tollvernd verði aldrei haldið til streitu gagnvart Evrópusambandinu. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er þetta óleyst vandamál meðal ráðherra í ríkisstjórninni.Sérstaklega rætt á fundi samninganefndar - en fundargerð óbirt Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var þetta sérstaklega rætt á fundi samninganefndarinnar, sem starfar í umboði utanríkisráðuneytisins, hinn 19. maí síðastliðinn. Drög að fundargerð voru send út til allra sem hlut eiga að máli, en engin fundargerð hefur hins vegar verið birt á vef samninganefndarinnar. Fundargerðin átti að birtast á þriðjudaginn sl. en af birtingu hennar varð ekki. Fréttastofan reyndi ítrekað að ná tali af Jóni Bjarnasyni til að fá viðbrögð í dag, án árangurs. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að Jón Bjarnason geti ekki breytt samþykktum Alþingis. „Þar segir nú alveg skýrt að eitt af því sem er augljósast við aðild er að allir tollar falli niður á milli ESB-ríkjanna og Íslands og þar segir auk þess í öðru lagi að hagur neytenda muni vænkast vegna þess að innflutningstollar á landbúnaðarafurðum muni falla niður. Það er því alveg ljóst að þingið vissi af þessu, ræddi þetta og vann sitt álit út frá því," segir Össur. „Hvorki ég né Jón Bjarnason viljum aftur taka upp ráðherraræðið" Össur segir að það verði hins vegar að huga að því að haga samningunum við sambandið þannig að þeir raski stöðu landbúnaðarins sem minnst. Reiknað hafi verið út hvers virði tollverndin sé fyrir íslenska bændur og til séu leiðir til að bæta þeim hana upp fari svo að þjóðin samþykki aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær leiðir og þau úrræði séu samninganefndin og utanríkisráðuneytið nú að undirbúa. „En það breytir engu hvað einstakir ráðherrar segja um þetta. Þeir verða að fara eftir því sem þingið sagði og skilningi þingsins og hvorki ég né Jón Bjarnason viljum aftur taka upp ráðherraræðið." En er ekki erfitt að vera í aðildarviðræðum við sambandið þegar menn hafa svona sterkar skoðanir og vilja halda til streitu sjónarmiðum sem ganga gegn grundvallar prinsippum Evrópusambandsins? „Það er bara eitt sjónarmið sem skiptir máli í þessu. Það er sjónarmið þingsins. Alþingi vissi af þessu og ræddi leiðir til að bæta stöðu bænda. Ég er að vinna að því og það er ekkert erfitt þegar maður hefur svona skýran leiðarvísi. En allir ráðherrar verða að gera sér grein fyrir því að þeir taka ekki ákvarðanir sem eru öðruvísi en þingsins. Ég ber hina stjórnskipulegu ábyrgð. Ef það kemur upp ágreiningur þá get ég tekið úrslitaákvörðunina. Það sem ég þarf hins vegar að gæta að er að fara ekki of langt gegn vilja þingsins í einstökum málum þannig að ég missi trúnað þess. Í þessu tilviki er því ekki til að dreifa vegna þess að álit þingsins í þessu tiltekna máli liggur alveg skýrt fyrir," segir Össur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um mótun samningsmarkmiða gagnvart Evrópusambandinu þegar kemur að landbúnaðarmálum tefur undirbúning aðildarviðræðna við sambandið. Undirbúningur á samningsmarkmiðum íslenska ríkisins í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum gagnvart Evrópusambandinu er stopp, samkvæmt heimildum fréttastofu, en hinar formlegu aðildarviðræður, eftir störf rýnihópa, eiga að hefjast síðar í þessum mánuði. Ástæðan er að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvikar ekki frá kröfu Bændasamtakanna um fulla tollvernd íslenskra matvæla. Þeir sem standa nálægt aðildarviðræðum fullyrða að undirbúningsvinnan vegna aðildarviðræðnanna sé stopp í augnablikinu því tollvernd verði aldrei haldið til streitu gagnvart Evrópusambandinu. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er þetta óleyst vandamál meðal ráðherra í ríkisstjórninni.Sérstaklega rætt á fundi samninganefndar - en fundargerð óbirt Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var þetta sérstaklega rætt á fundi samninganefndarinnar, sem starfar í umboði utanríkisráðuneytisins, hinn 19. maí síðastliðinn. Drög að fundargerð voru send út til allra sem hlut eiga að máli, en engin fundargerð hefur hins vegar verið birt á vef samninganefndarinnar. Fundargerðin átti að birtast á þriðjudaginn sl. en af birtingu hennar varð ekki. Fréttastofan reyndi ítrekað að ná tali af Jóni Bjarnasyni til að fá viðbrögð í dag, án árangurs. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að Jón Bjarnason geti ekki breytt samþykktum Alþingis. „Þar segir nú alveg skýrt að eitt af því sem er augljósast við aðild er að allir tollar falli niður á milli ESB-ríkjanna og Íslands og þar segir auk þess í öðru lagi að hagur neytenda muni vænkast vegna þess að innflutningstollar á landbúnaðarafurðum muni falla niður. Það er því alveg ljóst að þingið vissi af þessu, ræddi þetta og vann sitt álit út frá því," segir Össur. „Hvorki ég né Jón Bjarnason viljum aftur taka upp ráðherraræðið" Össur segir að það verði hins vegar að huga að því að haga samningunum við sambandið þannig að þeir raski stöðu landbúnaðarins sem minnst. Reiknað hafi verið út hvers virði tollverndin sé fyrir íslenska bændur og til séu leiðir til að bæta þeim hana upp fari svo að þjóðin samþykki aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þær leiðir og þau úrræði séu samninganefndin og utanríkisráðuneytið nú að undirbúa. „En það breytir engu hvað einstakir ráðherrar segja um þetta. Þeir verða að fara eftir því sem þingið sagði og skilningi þingsins og hvorki ég né Jón Bjarnason viljum aftur taka upp ráðherraræðið." En er ekki erfitt að vera í aðildarviðræðum við sambandið þegar menn hafa svona sterkar skoðanir og vilja halda til streitu sjónarmiðum sem ganga gegn grundvallar prinsippum Evrópusambandsins? „Það er bara eitt sjónarmið sem skiptir máli í þessu. Það er sjónarmið þingsins. Alþingi vissi af þessu og ræddi leiðir til að bæta stöðu bænda. Ég er að vinna að því og það er ekkert erfitt þegar maður hefur svona skýran leiðarvísi. En allir ráðherrar verða að gera sér grein fyrir því að þeir taka ekki ákvarðanir sem eru öðruvísi en þingsins. Ég ber hina stjórnskipulegu ábyrgð. Ef það kemur upp ágreiningur þá get ég tekið úrslitaákvörðunina. Það sem ég þarf hins vegar að gæta að er að fara ekki of langt gegn vilja þingsins í einstökum málum þannig að ég missi trúnað þess. Í þessu tilviki er því ekki til að dreifa vegna þess að álit þingsins í þessu tiltekna máli liggur alveg skýrt fyrir," segir Össur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira