Enski boltinn

Newcastle að festa kaup á Ben Arfa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hatem Ben Arfa í leik með Newcastle.
Hatem Ben Arfa í leik með Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Newcastle er ekki langt frá því að festa kaup á sóknarmanninum Hatem Ben Arfa sem hefur verið í láni frá Marseille frá Frakklandi.

Ben Arfa tvífótbrotnaði í leik með Newcastle snemma á tímabilinu og hefur því lítið getað spilað með liðinu að undanförnu.

Hann náði þó að heilla forráðamenn Newcastle og Alan Pardew knattspyrnustjóri staðfesti á dögunum að félagið vildi ganga frá kaupum á kappanum.

Ben Arfa hefur dvalist í Frakklandi þar sem hann hefur verið í endurhæfingu en fór nýverið aftur til Newcastle til að flýta fyrir félagaskiptunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×