Fótbolti

Fimm landsliðsmenn Mexíkó féllu á lyfjaprófi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Javier „Chicharito“ Hernandez er markaskorari af guðs náð
Javier „Chicharito“ Hernandez er markaskorari af guðs náð Mynd/Getty Images
Fimm leikmenn mexíkóska landsliðsins í knattspyrnu hafa verið sendir heim eftir að þeir greindust með efnið clenbuterol í þvagsýnum sínum. Á meðal leikmannanna eru markvörðurinn reyndi Guillermo Ochoa og varnarmaður PSV Eindhoven Francisco Rodriguez.

Hinir leikmennirnir eru Edgar Duenas, Antonio Naelson og Christian Bermudez. Framkvæmdastjóri mexíkóska knatspyrnusambandsins, Decio de Maria, staðfesti þetta við fréttamenn í gær. Leikmennirnir hafa verið settir í tímabundið bann á meðan málið er rannsakað.  

„Knattspyrnusambandið verður að skoða málið og finna út hvað gerðist.“

Leikmennirnir gætu fengið allt að tveggja ára keppnisbann verði þeir fundir sekir en efnið er á bannlista. Notkun clenbuterol í matargerð í Mexíkó er þekkt vandamál og er talin möguleg orsök í málinu.

„Ég vona að um slys sé að ræða og að við getum sýnt fram á það.“

Mexíkó sigraði Kúbu 5-0 í öðrum leik sínum í Gullbikarnum vestanhafs í gærkvöldi. Javier Hernandez var enn á skotskónum og skoraði tvö marka liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×