Þurfum allir að róa í sömu áttina Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar 10. júní 2011 07:00 Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari, við æfingasvæðið í Álaborg í gær. Fréttablaðið/Anton Á morgun hefur Ísland leik á EM U-21 landsliða í Danmörku. Liðið mætir Hvíta-Rússlandi í Árósum, en strákarnir hafa aðsetur í Álaborg þar sem hinir tveir leikir Íslands í riðlakeppninni fara fram. Eins og kunnugt er gekk á ýmsu á miðvikudaginn og þurftu strákarnir að leggja á sig langt ferðalag til að komast á leiðarenda. Þeir voru því margir þreyttir í gær. „Það hefði verið ágætt að fá æfingu í morgun til að hrista ferðaþreytuna af sér,“ sagði Alfreð Finnbogason við Fréttablaðið, en hætta varð við æfingu liðsins í gærmorgun vegna vatnselgs á æfingavellinum. Strákarnir æfðu þó síðdegis, nema Kolbeinn Sigþórsson sem er veikur. Gylfi Þór Sigurðsson, sem veiktist í fyrradag, gat þó tekið þátt í æfingunni af fullum krafti. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari segir að liðið njóti þess hversu vel leikmenn þekkist eftir að hafa spilað saman síðan um haustið 2009. „Það þarf samt að fríska upp á ýmislegt í okkar leik, bæði varnar- og sóknarleikinn, og rifja upp þær hlaupaleiðir sem leikmenn eiga að nota. Það er afar mikilvægur þáttur í okkar leik. Við viljum hafa þetta á hreinu svo að leikmenn rói allir í sömu átt og séu að spila sama leikinn.“ Hann segir að liðið muni áfram gera það sem gekk svo vel í undankeppninni. „Við höfum farið vel á því að spila eins og við höfum gert. Við höfum spilað sóknarbolta og erum ákveðnir fram á við. Það var orðinn félagsliðabragur á liðinu og samspilið var að virka vel.“ Hann segir það sérstaklega eftirtektarvert hversu liðið og leikmennirnir hafi vaxið og dafnað með hverjum leiknum í undankeppninni og fram til dagsins í dag. „Þegar ég hugsa til þess hvernig strákarnir voru þegar við spiluðum okkar fyrsta leik í undankeppni finnst mér breytingarnar ótrúlegar. Allir leikmenn hafa stórbætt sig og eru enn að vaxa, enda er liðið orðið miklu öflugra. Þetta er það sem yngri landsliðin eiga að ganga út á og strákarnir sýndu í þessari keppni hvað þeir hafa náð langt,“ sagði Eyjólfur, sem segist samt alltaf hafa séð hvað bjó í liðinu. „Þeir búa yfir mjög góðri tækni og höfðu alla burði til að fara langt, og gera enn. Ég sagði þeim strax þá að þeir ættu að hafa trú á eigin getu og þeir hafa sjálfir áttað sig á því með tíð og tíma hversu góðir þeir eru. Þeir hafa líka séð að hlutirnir ganga upp þegar þeir eru gerðir á réttan máta.“ Hann segist ekki hafa mikið spáð í hina hliðina – mótlætið. „Ég legg áherslu á það sem við getum gert og hugsa ekki um annað. Aðalmálið er að við vitum hvert við ætlum og hvernig við ætlum að spila. Það þarf að vera á hreinu og svo sjáum við hvernig útkoman verður.“ Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Sjá meira
Á morgun hefur Ísland leik á EM U-21 landsliða í Danmörku. Liðið mætir Hvíta-Rússlandi í Árósum, en strákarnir hafa aðsetur í Álaborg þar sem hinir tveir leikir Íslands í riðlakeppninni fara fram. Eins og kunnugt er gekk á ýmsu á miðvikudaginn og þurftu strákarnir að leggja á sig langt ferðalag til að komast á leiðarenda. Þeir voru því margir þreyttir í gær. „Það hefði verið ágætt að fá æfingu í morgun til að hrista ferðaþreytuna af sér,“ sagði Alfreð Finnbogason við Fréttablaðið, en hætta varð við æfingu liðsins í gærmorgun vegna vatnselgs á æfingavellinum. Strákarnir æfðu þó síðdegis, nema Kolbeinn Sigþórsson sem er veikur. Gylfi Þór Sigurðsson, sem veiktist í fyrradag, gat þó tekið þátt í æfingunni af fullum krafti. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari segir að liðið njóti þess hversu vel leikmenn þekkist eftir að hafa spilað saman síðan um haustið 2009. „Það þarf samt að fríska upp á ýmislegt í okkar leik, bæði varnar- og sóknarleikinn, og rifja upp þær hlaupaleiðir sem leikmenn eiga að nota. Það er afar mikilvægur þáttur í okkar leik. Við viljum hafa þetta á hreinu svo að leikmenn rói allir í sömu átt og séu að spila sama leikinn.“ Hann segir að liðið muni áfram gera það sem gekk svo vel í undankeppninni. „Við höfum farið vel á því að spila eins og við höfum gert. Við höfum spilað sóknarbolta og erum ákveðnir fram á við. Það var orðinn félagsliðabragur á liðinu og samspilið var að virka vel.“ Hann segir það sérstaklega eftirtektarvert hversu liðið og leikmennirnir hafi vaxið og dafnað með hverjum leiknum í undankeppninni og fram til dagsins í dag. „Þegar ég hugsa til þess hvernig strákarnir voru þegar við spiluðum okkar fyrsta leik í undankeppni finnst mér breytingarnar ótrúlegar. Allir leikmenn hafa stórbætt sig og eru enn að vaxa, enda er liðið orðið miklu öflugra. Þetta er það sem yngri landsliðin eiga að ganga út á og strákarnir sýndu í þessari keppni hvað þeir hafa náð langt,“ sagði Eyjólfur, sem segist samt alltaf hafa séð hvað bjó í liðinu. „Þeir búa yfir mjög góðri tækni og höfðu alla burði til að fara langt, og gera enn. Ég sagði þeim strax þá að þeir ættu að hafa trú á eigin getu og þeir hafa sjálfir áttað sig á því með tíð og tíma hversu góðir þeir eru. Þeir hafa líka séð að hlutirnir ganga upp þegar þeir eru gerðir á réttan máta.“ Hann segist ekki hafa mikið spáð í hina hliðina – mótlætið. „Ég legg áherslu á það sem við getum gert og hugsa ekki um annað. Aðalmálið er að við vitum hvert við ætlum og hvernig við ætlum að spila. Það þarf að vera á hreinu og svo sjáum við hvernig útkoman verður.“
Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Sjá meira