Þurfum allir að róa í sömu áttina Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar 10. júní 2011 07:00 Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari, við æfingasvæðið í Álaborg í gær. Fréttablaðið/Anton Á morgun hefur Ísland leik á EM U-21 landsliða í Danmörku. Liðið mætir Hvíta-Rússlandi í Árósum, en strákarnir hafa aðsetur í Álaborg þar sem hinir tveir leikir Íslands í riðlakeppninni fara fram. Eins og kunnugt er gekk á ýmsu á miðvikudaginn og þurftu strákarnir að leggja á sig langt ferðalag til að komast á leiðarenda. Þeir voru því margir þreyttir í gær. „Það hefði verið ágætt að fá æfingu í morgun til að hrista ferðaþreytuna af sér,“ sagði Alfreð Finnbogason við Fréttablaðið, en hætta varð við æfingu liðsins í gærmorgun vegna vatnselgs á æfingavellinum. Strákarnir æfðu þó síðdegis, nema Kolbeinn Sigþórsson sem er veikur. Gylfi Þór Sigurðsson, sem veiktist í fyrradag, gat þó tekið þátt í æfingunni af fullum krafti. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari segir að liðið njóti þess hversu vel leikmenn þekkist eftir að hafa spilað saman síðan um haustið 2009. „Það þarf samt að fríska upp á ýmislegt í okkar leik, bæði varnar- og sóknarleikinn, og rifja upp þær hlaupaleiðir sem leikmenn eiga að nota. Það er afar mikilvægur þáttur í okkar leik. Við viljum hafa þetta á hreinu svo að leikmenn rói allir í sömu átt og séu að spila sama leikinn.“ Hann segir að liðið muni áfram gera það sem gekk svo vel í undankeppninni. „Við höfum farið vel á því að spila eins og við höfum gert. Við höfum spilað sóknarbolta og erum ákveðnir fram á við. Það var orðinn félagsliðabragur á liðinu og samspilið var að virka vel.“ Hann segir það sérstaklega eftirtektarvert hversu liðið og leikmennirnir hafi vaxið og dafnað með hverjum leiknum í undankeppninni og fram til dagsins í dag. „Þegar ég hugsa til þess hvernig strákarnir voru þegar við spiluðum okkar fyrsta leik í undankeppni finnst mér breytingarnar ótrúlegar. Allir leikmenn hafa stórbætt sig og eru enn að vaxa, enda er liðið orðið miklu öflugra. Þetta er það sem yngri landsliðin eiga að ganga út á og strákarnir sýndu í þessari keppni hvað þeir hafa náð langt,“ sagði Eyjólfur, sem segist samt alltaf hafa séð hvað bjó í liðinu. „Þeir búa yfir mjög góðri tækni og höfðu alla burði til að fara langt, og gera enn. Ég sagði þeim strax þá að þeir ættu að hafa trú á eigin getu og þeir hafa sjálfir áttað sig á því með tíð og tíma hversu góðir þeir eru. Þeir hafa líka séð að hlutirnir ganga upp þegar þeir eru gerðir á réttan máta.“ Hann segist ekki hafa mikið spáð í hina hliðina – mótlætið. „Ég legg áherslu á það sem við getum gert og hugsa ekki um annað. Aðalmálið er að við vitum hvert við ætlum og hvernig við ætlum að spila. Það þarf að vera á hreinu og svo sjáum við hvernig útkoman verður.“ Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira
Á morgun hefur Ísland leik á EM U-21 landsliða í Danmörku. Liðið mætir Hvíta-Rússlandi í Árósum, en strákarnir hafa aðsetur í Álaborg þar sem hinir tveir leikir Íslands í riðlakeppninni fara fram. Eins og kunnugt er gekk á ýmsu á miðvikudaginn og þurftu strákarnir að leggja á sig langt ferðalag til að komast á leiðarenda. Þeir voru því margir þreyttir í gær. „Það hefði verið ágætt að fá æfingu í morgun til að hrista ferðaþreytuna af sér,“ sagði Alfreð Finnbogason við Fréttablaðið, en hætta varð við æfingu liðsins í gærmorgun vegna vatnselgs á æfingavellinum. Strákarnir æfðu þó síðdegis, nema Kolbeinn Sigþórsson sem er veikur. Gylfi Þór Sigurðsson, sem veiktist í fyrradag, gat þó tekið þátt í æfingunni af fullum krafti. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari segir að liðið njóti þess hversu vel leikmenn þekkist eftir að hafa spilað saman síðan um haustið 2009. „Það þarf samt að fríska upp á ýmislegt í okkar leik, bæði varnar- og sóknarleikinn, og rifja upp þær hlaupaleiðir sem leikmenn eiga að nota. Það er afar mikilvægur þáttur í okkar leik. Við viljum hafa þetta á hreinu svo að leikmenn rói allir í sömu átt og séu að spila sama leikinn.“ Hann segir að liðið muni áfram gera það sem gekk svo vel í undankeppninni. „Við höfum farið vel á því að spila eins og við höfum gert. Við höfum spilað sóknarbolta og erum ákveðnir fram á við. Það var orðinn félagsliðabragur á liðinu og samspilið var að virka vel.“ Hann segir það sérstaklega eftirtektarvert hversu liðið og leikmennirnir hafi vaxið og dafnað með hverjum leiknum í undankeppninni og fram til dagsins í dag. „Þegar ég hugsa til þess hvernig strákarnir voru þegar við spiluðum okkar fyrsta leik í undankeppni finnst mér breytingarnar ótrúlegar. Allir leikmenn hafa stórbætt sig og eru enn að vaxa, enda er liðið orðið miklu öflugra. Þetta er það sem yngri landsliðin eiga að ganga út á og strákarnir sýndu í þessari keppni hvað þeir hafa náð langt,“ sagði Eyjólfur, sem segist samt alltaf hafa séð hvað bjó í liðinu. „Þeir búa yfir mjög góðri tækni og höfðu alla burði til að fara langt, og gera enn. Ég sagði þeim strax þá að þeir ættu að hafa trú á eigin getu og þeir hafa sjálfir áttað sig á því með tíð og tíma hversu góðir þeir eru. Þeir hafa líka séð að hlutirnir ganga upp þegar þeir eru gerðir á réttan máta.“ Hann segist ekki hafa mikið spáð í hina hliðina – mótlætið. „Ég legg áherslu á það sem við getum gert og hugsa ekki um annað. Aðalmálið er að við vitum hvert við ætlum og hvernig við ætlum að spila. Það þarf að vera á hreinu og svo sjáum við hvernig útkoman verður.“
Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira