Björn Valur: Það er ágreiningur og við munum leysa hann 28. nóvember 2011 20:00 Björn Valur Gíslason t.v. „Það blasir við ágreiningur, á því er enginn vafi, og við ætlum að leysa hann,“ sagði Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna, í viðtali í Kastljósinu í kvöld, þar sem hann sat fyrir svörum ásamt Ólöfu Nordal, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann var spurður beint út hvort þingflokkurinn treysti Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegsráðherra eða ekki, svaraði hann því til að hreinskilin umræða hefði farið fram á fundi flokksins í dag, en þeirri umræðu væri ekki lokið. Hávær krafa er uppi um að Jón Bjarnarson hætti sem sjávarútvegsráðherra þegar hann lét vinna kvótafrumvarp án þess að bera það á nokkurn hátt undir ríkisstjórnina. Björn Valur sagði í Kastljósi að það hefði komið upp vandamál, eða trúnaðarbrestur, og það væri unnið að því að leysa þann brest. Aftur á móti væri óljóst hvenær niðurstaða fengist í málið, en þingflokkur Vinstri grænna, fundar næst á miðvikudaginn. Ólöf sagðist hafa staðið í þeirri trú að ríkisstjórnin væri veik fyrir þetta mál. „ En það er ljóst að þessir atburðir hafa veikt hana enn frekar,“ bætti Ólöf við. Hún benti einnig á að búið sé að taka kvótafrumvarpið úr höndum sjávarútvegsráðherra, en nokkurskonar verkstjórn hafi verið skipuð til þess að fara með málið. Þá sagði hún orku ríkisstjórnarinnar fara meira eða minna í að leysa ágreiningsmál innan ríkisstjórnarinnar á sama tíma og íslenska þjóðin tekst á við afleiðingar efnahagshrunsins. Björn Valur hafnaði þessu, sagði ríkisstjórnina vinnusama og hún hefði unnið að mörgum málum á kjörtímabilinu. Þá bætti hann við að auðvitað væri ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar, enda um tvo ólíka flokka að ræða. Tengdar fréttir Jón Bjarnason: "Ég er enn sjávarútvegsráðherra, eins og þú sérð“ Breytingar á ríkisstjórninni virðast óhjákvæmilegar því hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra eru tilbúin að lýsa því yfir að Jón Bjarnason njóti trausts þeirra til að gegna embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 28. nóvember 2011 18:36 Jón Bjarna segist njóta fulls trausts Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist njóta fulls trausts Steingríms J. Sigfússonar til að vera áfram í ríkisstjórninni. Þá segist hann gera ráð fyrir að njóta trausts forsætisráðherra þó hún hafi gagnrýnt störf hans. 28. nóvember 2011 12:20 Veruleg óánægja með Jón Bjarnason í ríkisstjórninni Mikil óánægja er innan ríkisstjórnarinnar með framgöngu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í tengslum við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki hægt að líða vinnubrögð Jóns. 28. nóvember 2011 05:00 Þingflokkar Samfylkingar og VG funda Þingflokkur Vinstri grænna situr nú á fundi en á honum mun Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, þurfa að gefa skýringar á því að hafa unnið að nýju frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða án vitneskju ríkisstjórnarinnar. Þingflokkur Samfylkingarinnar fundar einnig um málið á Alþingi núna. 28. nóvember 2011 14:17 Jón er enn ráðherra Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sagði eftir þingflokksfund Vinstri grænna sem lauk rétt fyrir klukkan þrjú í dag, að hann væri enn í embætti. Mikill styr hefur staðið um störf Jóns síðustu daga og hefur hann verið harðlega gagnrýndur af samfylkingarfólki en einnig af nokkrum samflokksmönnum sínum. 28. nóvember 2011 15:30 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
„Það blasir við ágreiningur, á því er enginn vafi, og við ætlum að leysa hann,“ sagði Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna, í viðtali í Kastljósinu í kvöld, þar sem hann sat fyrir svörum ásamt Ólöfu Nordal, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann var spurður beint út hvort þingflokkurinn treysti Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegsráðherra eða ekki, svaraði hann því til að hreinskilin umræða hefði farið fram á fundi flokksins í dag, en þeirri umræðu væri ekki lokið. Hávær krafa er uppi um að Jón Bjarnarson hætti sem sjávarútvegsráðherra þegar hann lét vinna kvótafrumvarp án þess að bera það á nokkurn hátt undir ríkisstjórnina. Björn Valur sagði í Kastljósi að það hefði komið upp vandamál, eða trúnaðarbrestur, og það væri unnið að því að leysa þann brest. Aftur á móti væri óljóst hvenær niðurstaða fengist í málið, en þingflokkur Vinstri grænna, fundar næst á miðvikudaginn. Ólöf sagðist hafa staðið í þeirri trú að ríkisstjórnin væri veik fyrir þetta mál. „ En það er ljóst að þessir atburðir hafa veikt hana enn frekar,“ bætti Ólöf við. Hún benti einnig á að búið sé að taka kvótafrumvarpið úr höndum sjávarútvegsráðherra, en nokkurskonar verkstjórn hafi verið skipuð til þess að fara með málið. Þá sagði hún orku ríkisstjórnarinnar fara meira eða minna í að leysa ágreiningsmál innan ríkisstjórnarinnar á sama tíma og íslenska þjóðin tekst á við afleiðingar efnahagshrunsins. Björn Valur hafnaði þessu, sagði ríkisstjórnina vinnusama og hún hefði unnið að mörgum málum á kjörtímabilinu. Þá bætti hann við að auðvitað væri ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar, enda um tvo ólíka flokka að ræða.
Tengdar fréttir Jón Bjarnason: "Ég er enn sjávarútvegsráðherra, eins og þú sérð“ Breytingar á ríkisstjórninni virðast óhjákvæmilegar því hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra eru tilbúin að lýsa því yfir að Jón Bjarnason njóti trausts þeirra til að gegna embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 28. nóvember 2011 18:36 Jón Bjarna segist njóta fulls trausts Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist njóta fulls trausts Steingríms J. Sigfússonar til að vera áfram í ríkisstjórninni. Þá segist hann gera ráð fyrir að njóta trausts forsætisráðherra þó hún hafi gagnrýnt störf hans. 28. nóvember 2011 12:20 Veruleg óánægja með Jón Bjarnason í ríkisstjórninni Mikil óánægja er innan ríkisstjórnarinnar með framgöngu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í tengslum við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki hægt að líða vinnubrögð Jóns. 28. nóvember 2011 05:00 Þingflokkar Samfylkingar og VG funda Þingflokkur Vinstri grænna situr nú á fundi en á honum mun Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, þurfa að gefa skýringar á því að hafa unnið að nýju frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða án vitneskju ríkisstjórnarinnar. Þingflokkur Samfylkingarinnar fundar einnig um málið á Alþingi núna. 28. nóvember 2011 14:17 Jón er enn ráðherra Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sagði eftir þingflokksfund Vinstri grænna sem lauk rétt fyrir klukkan þrjú í dag, að hann væri enn í embætti. Mikill styr hefur staðið um störf Jóns síðustu daga og hefur hann verið harðlega gagnrýndur af samfylkingarfólki en einnig af nokkrum samflokksmönnum sínum. 28. nóvember 2011 15:30 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Jón Bjarnason: "Ég er enn sjávarútvegsráðherra, eins og þú sérð“ Breytingar á ríkisstjórninni virðast óhjákvæmilegar því hvorki forsætisráðherra né fjármálaráðherra eru tilbúin að lýsa því yfir að Jón Bjarnason njóti trausts þeirra til að gegna embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 28. nóvember 2011 18:36
Jón Bjarna segist njóta fulls trausts Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist njóta fulls trausts Steingríms J. Sigfússonar til að vera áfram í ríkisstjórninni. Þá segist hann gera ráð fyrir að njóta trausts forsætisráðherra þó hún hafi gagnrýnt störf hans. 28. nóvember 2011 12:20
Veruleg óánægja með Jón Bjarnason í ríkisstjórninni Mikil óánægja er innan ríkisstjórnarinnar með framgöngu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í tengslum við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki hægt að líða vinnubrögð Jóns. 28. nóvember 2011 05:00
Þingflokkar Samfylkingar og VG funda Þingflokkur Vinstri grænna situr nú á fundi en á honum mun Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, þurfa að gefa skýringar á því að hafa unnið að nýju frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða án vitneskju ríkisstjórnarinnar. Þingflokkur Samfylkingarinnar fundar einnig um málið á Alþingi núna. 28. nóvember 2011 14:17
Jón er enn ráðherra Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sagði eftir þingflokksfund Vinstri grænna sem lauk rétt fyrir klukkan þrjú í dag, að hann væri enn í embætti. Mikill styr hefur staðið um störf Jóns síðustu daga og hefur hann verið harðlega gagnrýndur af samfylkingarfólki en einnig af nokkrum samflokksmönnum sínum. 28. nóvember 2011 15:30