Veruleg óánægja með Jón Bjarnason í ríkisstjórninni 28. nóvember 2011 05:00 Jón segir að þau frumvarpsdrög sem birt voru á vefsíðu ráðuneytis síns á laugardag séu vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur. Ekki sé um fullbúið frumvarp að ræða. Fréttablaðið/GVA Jóhanna sigurðardóttir Mikil óánægja er innan ríkisstjórnarinnar með framgöngu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í tengslum við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki hægt að líða vinnubrögð Jóns. „Þetta er eitt stærsta mál ríkisstjórnarinnar og það gengur ekki að sjávarútvegsráðherra haldi því bara fyrir sig. Hann hefur unnið þessa vinnu án aðkomu stjórnarliða og heldur skipað í kringum sig fólki, sem tilheyrir stjórnarandstöðunni. Það eru vinnubrögð sem ekki er hægt að líða,“ segir Jóhanna og bætir því við að ráðherra sem starfi í umboði þingflokka ríkisstjórnarflokkanna en vilji ekki starfa með sé illa stætt í ríkisstjórn. Jón Bjarnason kynnti drög að nýju frumvarpi um breytingar á stjórn fiskveiða á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. Ríkisstjórnin ákvað svo á fundi sínum á föstudag að fela ráðherranefnd að taka við undirbúningi á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson munu leiða nefndina og var málið því svo að segja tekið úr höndum Jóns. Frumvarpsdrögin sem Jón kynnti í síðustu viku voru birt á vefsíðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á laugardag. Starfshópur sem Jón skipaði hefur unnið að frumvarpinu um hríð, að því er virðist án vitundar annarra ráðherra. Í starfshópnum voru Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, Atli Gíslason þingmaður sem nýverið sagði sig úr Vinstri grænum, Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu og fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns Bjarnasonar, og Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK á Sauðárkróki. Ekki náðist í Jón Bjarnason í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hann sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu vegna málsins síðdegis. Þar segir að frumvarpsdrögin sem um ræðir séu vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur. Ekki sé um fullbúið stjórnarfrumvarp eða tillögur ráðherra að ræða. Jóhanna Sigurðardóttir segir hins vegar ljóst að frumvarpsdrögin sem Jón kynnti verði aldrei lögð fram sem stjórnarfrumvarp óbreytt. Í mörgum atriðum gangi drögin ansi langt frá stefnu ríkisstjórnarflokkanna. Jóhanna segir Jón Bjarnason ekki hafa verið sammála öðrum ráðherrum um þá ákvörðun að færa málið inn í ráðherranefnd. Aðspurð hvort sú aðgerð jafngildi vantraustsyfirlýsingu á embættisstörf Jóns svaraði hún: „Ég ætla ekki að tala um það hvort þetta er vantraust á hans vinnubrögð. Það er hins vegar ljóst að Jón Bjarnason hefur hagað sér með þeim hætti að það varð að grípa til ráðstafana.“ Jóhanna segist að lokum hafa fulla trú á því að ríkisstjórnin muni breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu áður en kjörtímabilinu er lokið. Þá óttast hún ekki að upp úr stjórnarsamstarfinu slitni á næstunni ef þingmenn flokkanna bera gæfu til þess að taka meiri hagsmuni fyrir minni. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Jóhanna sigurðardóttir Mikil óánægja er innan ríkisstjórnarinnar með framgöngu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í tengslum við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki hægt að líða vinnubrögð Jóns. „Þetta er eitt stærsta mál ríkisstjórnarinnar og það gengur ekki að sjávarútvegsráðherra haldi því bara fyrir sig. Hann hefur unnið þessa vinnu án aðkomu stjórnarliða og heldur skipað í kringum sig fólki, sem tilheyrir stjórnarandstöðunni. Það eru vinnubrögð sem ekki er hægt að líða,“ segir Jóhanna og bætir því við að ráðherra sem starfi í umboði þingflokka ríkisstjórnarflokkanna en vilji ekki starfa með sé illa stætt í ríkisstjórn. Jón Bjarnason kynnti drög að nýju frumvarpi um breytingar á stjórn fiskveiða á fundi ríkisstjórnarinnar á þriðjudag. Ríkisstjórnin ákvað svo á fundi sínum á föstudag að fela ráðherranefnd að taka við undirbúningi á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson munu leiða nefndina og var málið því svo að segja tekið úr höndum Jóns. Frumvarpsdrögin sem Jón kynnti í síðustu viku voru birt á vefsíðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á laugardag. Starfshópur sem Jón skipaði hefur unnið að frumvarpinu um hríð, að því er virðist án vitundar annarra ráðherra. Í starfshópnum voru Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík, Atli Gíslason þingmaður sem nýverið sagði sig úr Vinstri grænum, Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu og fyrrverandi aðstoðarmaður Jóns Bjarnasonar, og Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK á Sauðárkróki. Ekki náðist í Jón Bjarnason í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hann sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu vegna málsins síðdegis. Þar segir að frumvarpsdrögin sem um ræðir séu vinnuskjöl sem geti orðið umræðugrundvöllur. Ekki sé um fullbúið stjórnarfrumvarp eða tillögur ráðherra að ræða. Jóhanna Sigurðardóttir segir hins vegar ljóst að frumvarpsdrögin sem Jón kynnti verði aldrei lögð fram sem stjórnarfrumvarp óbreytt. Í mörgum atriðum gangi drögin ansi langt frá stefnu ríkisstjórnarflokkanna. Jóhanna segir Jón Bjarnason ekki hafa verið sammála öðrum ráðherrum um þá ákvörðun að færa málið inn í ráðherranefnd. Aðspurð hvort sú aðgerð jafngildi vantraustsyfirlýsingu á embættisstörf Jóns svaraði hún: „Ég ætla ekki að tala um það hvort þetta er vantraust á hans vinnubrögð. Það er hins vegar ljóst að Jón Bjarnason hefur hagað sér með þeim hætti að það varð að grípa til ráðstafana.“ Jóhanna segist að lokum hafa fulla trú á því að ríkisstjórnin muni breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu áður en kjörtímabilinu er lokið. Þá óttast hún ekki að upp úr stjórnarsamstarfinu slitni á næstunni ef þingmenn flokkanna bera gæfu til þess að taka meiri hagsmuni fyrir minni. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira