Innlent

Tveir á slysadeild eftir árekstur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tveir voru fluttir í sjúkrabíl á slysadeild.
Tveir voru fluttir í sjúkrabíl á slysadeild.
Tveir voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut, við Sprengisand, nú í kvöld. Ekki er vitað hversu alvarlega þeir slösuðust. Bílarnir skemmdust nokkuð og var dælubíll frá slökkviliðinu notaður til að hreinsa upp olíu og glerbrot af götunni. Lögreglan biður þá sem kunna hugsanlega að hafa orðið vitni að gefa sig fram. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×