Innlent

Fundu þrjá laumufarþega um borð í togara á leið frá Íslandi

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Vilhelm
Kanadíski togarinn Newfoundland Lynx er nú á leið til heimahafnar sinnar á Nýfundnalandi en skipið er að koma frá Íslandi. Nokkru eftir að látið var úr höfn hér á landi uppgötvaðist óvæntur farmur, en þrír laumufarþegar höfðu komið sér fyrir í skipinu.

Þetta kemur fram á kanadíska fréttamiðlinum VOCM. Um tvo karlmenn er að ræða og eina konu en óljóst er hverrar þjóðar þau eru. Talsmaður innflytjendastofnunar Kanada segir í samtali við miðilinn að málið verði tekið fyrir þegar skipið kemur til heimahafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×