Enski boltinn

Liverpool og Tottenham á eftir Suarez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Luis Suarez.
Luis Suarez.

Þó svo hann bíti andstæðinga þá er úrúgvæski framherjinn Luis Suarez hjá Ajax afar eftirsóttur. Bæði Tottenham og Liverpool hafa áhuga á að næla í kappann.

Hermt er að Suarez sé spenntari fyrir Tottenham en Liverpool en Ajax er til í að selja leikmanninn sem hefur sjálfur ekki verið að leita eftir því að komast frá Hollandi.

Ajax vantar pening og þeir munu fá drjúgan seðil fyrir Suarez. Hann er til sölu nú í janúar og mun kosta í kringum 20 milljónir punda.

Suarez vill frekar búa í London og Liverpool af fjölskylduástæðum. Einhverra hluta vegna finnst honum betra að ala upp unga dóttur sína í Lundúnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×