Enski boltinn

Maradona: Ég er með tilboð frá ensku félagi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona mætti á leik Fulham í nóvember.
Diego Maradona mætti á leik Fulham í nóvember. Mynd/AFP
Diego Maradona heldur því fram að hann sé búinn að fá tilboð um að gerast stjóri hjá ensku félagi. Maradona segist vera á leiðinni til Englands í næsta mánuði til þess að ræða hugsanlegan samning.

Maradona hitti blaðamenn í dag á sumarleyfisstaðnum Punta del Este í Úrúgvæ en hann hefur verið atvinnulaus síðan að hann hætti með argentínska landsliðið eftir HM í Suður-Afríku síðasta sumar.

Maradona vildi ekki gefa upp um hvaða enska félag væri að ræða en argentínskir miðlar hafa heimildir um að það gæti verið enska úrvalsdeildarliðið Fulham. Maradona var meðal áhorfenda á leik Fulham og Manchester City á Craven Cottage 21. nóember síðastliðinn en hann var einnig orðaður við starfið hjá Blackburn Rovers.

Maradona sagði jafnframt við argentínsku blaðamennina að hann væri ekkert orðinn örvæntingafullur þótt að hann væri enn atvinnulaus og að hann búist við því að snúa aftur í þjálfun einhvern tímann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×