María Lilja ætlar að svara Davíð í hádeginu 1. nóvember 2011 10:28 María Lilja Þrastardóttir. „Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. Þar gagnrýndi hann aðferðir Stóru systur gegn vændiskaupendum. María Lilja svaraði honum á heimsíðunni Innihald.is og skrifaði meðal annars: „Ég rak augun í pistil þinn Davíð Þór um aðgerðir neðanjarðarhreyfingarinnar Stóru systur og hugsaði með mér, ónei hér er enn ein manneskjan sem misskilur gjörsamlega vændi og afleiðingar þess, enda kannski ekki svo skrýtið komandi frá gömlum ritstjóra klámbæklings, þar sem líkamar kvenna voru hlutgerðir og settir upp sem söluvara.“ Davíð tekur því óstinnt upp að vera sakaður um að hafa ritstýrt klámbæklingi og bendir Maríu Lilju á það á heimasíðu sinni að lögreglan hafi tvívegis rannsakað það einmitt hvort um klámbækling hefði verið að ræða, þegar hann ritstýrði Bleikt og blátt. Í bæði skiptin var rannsókn hætt. Davíð hótar því að lögsækja Maríu Lilju fyrir meiðyrði dragi hún ekki orð sín til baka og biðji afsökunar. Þegar Vísir hafði samband við Maríu sagðist hún ekki vilja tjá sig efnislega um málið þar sem hún ætlar sér að birta pistil um það í hádeginu á sama vefsvæði og fyrri pistillinn birtist. Hún vildi ekkert um það segja hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar á orðum sínum heldur. Spurð hvað henni fyndist um gagnrýnina á framtak stóru systranna, svaraði María Lilja því til að það sem hún hefði lesið væri ekki mjög málefnalegt. „Orðræðan og athyglin hefur farið á vitlausan stað. Hún snýst ekki um vændi eins og hún ætti að gera, heldur aðferðina,“ segir María Lilja. Aðspurð hvort það séu ekki eðlileg viðbrögð þegar umdeild meðöl eru notuð, svarar María Lilja: „Það virðist vera þannig.“ Hún segir gagnrýnina þó réttmæta, svo lengi sem hún sé málefnaleg. Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að lesa pistil Davíðs hér. Svo má lesa svar Maríu hér og grein Davíðs, þar sem hann hótar lögsókn, hér. Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Sjá meira
„Ég ætla að svara honum um hádegið,“ segir María Lilja Þrastardóttir, sem ritaði harðort bréf til Davíð Þórs Jónssonar, pistlahöfundar Fréttablaðsins, út af grein sem hann skrifaði í blaðið um helgina. Þar gagnrýndi hann aðferðir Stóru systur gegn vændiskaupendum. María Lilja svaraði honum á heimsíðunni Innihald.is og skrifaði meðal annars: „Ég rak augun í pistil þinn Davíð Þór um aðgerðir neðanjarðarhreyfingarinnar Stóru systur og hugsaði með mér, ónei hér er enn ein manneskjan sem misskilur gjörsamlega vændi og afleiðingar þess, enda kannski ekki svo skrýtið komandi frá gömlum ritstjóra klámbæklings, þar sem líkamar kvenna voru hlutgerðir og settir upp sem söluvara.“ Davíð tekur því óstinnt upp að vera sakaður um að hafa ritstýrt klámbæklingi og bendir Maríu Lilju á það á heimasíðu sinni að lögreglan hafi tvívegis rannsakað það einmitt hvort um klámbækling hefði verið að ræða, þegar hann ritstýrði Bleikt og blátt. Í bæði skiptin var rannsókn hætt. Davíð hótar því að lögsækja Maríu Lilju fyrir meiðyrði dragi hún ekki orð sín til baka og biðji afsökunar. Þegar Vísir hafði samband við Maríu sagðist hún ekki vilja tjá sig efnislega um málið þar sem hún ætlar sér að birta pistil um það í hádeginu á sama vefsvæði og fyrri pistillinn birtist. Hún vildi ekkert um það segja hvort hún ætlaði að biðjast afsökunar á orðum sínum heldur. Spurð hvað henni fyndist um gagnrýnina á framtak stóru systranna, svaraði María Lilja því til að það sem hún hefði lesið væri ekki mjög málefnalegt. „Orðræðan og athyglin hefur farið á vitlausan stað. Hún snýst ekki um vændi eins og hún ætti að gera, heldur aðferðina,“ segir María Lilja. Aðspurð hvort það séu ekki eðlileg viðbrögð þegar umdeild meðöl eru notuð, svarar María Lilja: „Það virðist vera þannig.“ Hún segir gagnrýnina þó réttmæta, svo lengi sem hún sé málefnaleg. Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að lesa pistil Davíðs hér. Svo má lesa svar Maríu hér og grein Davíðs, þar sem hann hótar lögsókn, hér.
Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Sjá meira