Íslenski boltinn

Umfjöllun: Víkingar með stórskotahríð í Kópavogi

Kristinn Páll Teitsson á Kópavogsvelli skrifar
Mynd/Valli
Víkingsmenn unnu öruggan 6-2 sigur á Breiðablik í kvöld á Kópavogsvelli þar sem Björgólfur Takefusa fór hamförum og skoraði þrennu.

Eftir rólegar fyrstu mínútur skoraði Björgólfur fyrsta mark leiksins á 25. mínútu þegar hann nýtti sér varnarmistök Blika og skoraði í autt netið. Það tók Víkingsmenn aðeins fjórar mínútur að bæta við og var það fyrrverandi Blikinn Magnús Páll Gunnarsson einn óvaldaður á fjær sem potaði boltanum í netið. Blikar minnkuðu muninn nokkrum mínútum síðar þegar Árni Vilhjálmsson kláraði fallegt samspil milli hans og Tómas Óla Garðarssonar. Víkingsmenn náðu hinsvegar að bæta við rétt fyrir lok hálfleiks þegar Aron Elís Þrándarsson náði að leggja boltann í hornið eftir darraðadans í teig Blika.

Blikar komu hinsvegar grimmir inn í seinni hálfleikinn og voru fljótir að skora þegar varamaðurinn Rafn Andri Haraldsson skallaði fyrirgjöf í netið og þá upphófst pressa hjá Blikum. Þeir náðu hinsvegar ekki að skapa sér góð færi og voru það Víkingsmenn sem skoruðu næsta mark. Þar var að verki Björgólfur Takefusa úr aukaspyrnu eftir klaufaleg mistök Sigmars í marki Breiðabliks sem orsakaði aukaspyrnuna. Björgólfur fullkomnaði svo þrennuna á 77. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Arons Elís og skoraði einn í autt net Blika.

Víkingsmenn voru þó ekki hættir, Aron Elís bætti við marki á 88. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti og innsiglaði öruggan 6-2 sigur Víkinga.

Víkingsmenn voru stórkostlegir fram á við í þessum leik en það kemur of seint þar sem þeir féllu úr deildinni í síðustu umferð.

Breiðablik – Víkingur Reykjavík 2-6 (1-3)

Kópavogsvöllur. Áhorfendur: 523

Dómari: Garðar Örn Hinriksson 7

Mörkin:

0-1 Björgólfur Takefusa (25.)

0-2 Magnús Páll Gunnarsson (29.)

1-2 Árni Vilhjálmsson (36.)

1-3 Aron Elís Þrándarson (45.)

2-3 Rafn Andri Haraldsson (49.)

2-4 Björgólfur Takefusa (65.)

2-5 Björgólfur Takefusa (77.)

2-6 Aron Elís Þrándarson (88.)

Tölfræðin:

Skot (á mark): 12–12 (4-10)

Varin skot: Sigmar 4 – Magnús 3

Hornspyrnur: 5–2

Aukaspyrnur fengnar: 17–15

Rangstöður: 4–6




Fleiri fréttir

Sjá meira


×