Saksóknari líkti níumenningum við pólskt glæpagengi SB skrifar 20. janúar 2011 10:11 Frá upphafi réttarhaldanna í morgun. Lára V. Júlíusdóttur, settur ríkissaksóknari, segir að árás níumenningana hafa verið fyrirframskipulögð og öryggi Alþingis hafri verið stefnt í hættu. Hún vísaði í Keilufellsmálið, þar sem hópur Pólverja réðust vopnaðir hnífum, sleggjum og hömrum inn í hús og misþyrmdu húsráðendum, máli sínu til stuðnings. "Hér var um fyrirfram skipulagða árás að ráða og öryggi Alþingis var hætta búin," sagði Lára en í dag fer fram munnlegur málflutningur í máli níumenningana. Lára benti á að Alþingi væri veitt sérstök vernd samkvæmt stjórnarskrá. "Alþingi er ekki bara hús í miðbæ Reykjavíkur. Þarna kemur stjórnvaldið saman og setur lög. Þess vegna er stofnuninni veitt vernd í stjórnarskrá og það ber að virða á stofnun sem Alþingi er," sagði Lára. Hún benti á að einu sinni áður hefði fólk verið dæmt fyrir árás á Alþingi - 1952 þegar mótmælt var gegn Nató. Þar hafi hins vegar verið um hlutdeildarbrot að ræða - það er að segja - þeir sem dæmdir voru hafi tekið þátt í árás sem þegar var hafin en ekki skipulagt og staðið að árásinni einir og sér. Það væri hins vegar raunin í máli níumenningana. Fram hefði komið í gögnum að þau hefðu hist í iðnó og skipulagt árásina, hver hefði haft ákveðnu hlutverki að gegna og þau hefðu gengið fram með ofbeldi og yfirgangi þegar komið var inn í Alþingi. "Allir starfsmenn alþingis upplifðu þetta sem ógn við alþingi," sagði Lára og bætti við að þingverðir hefðu ekki vitað hvort fólkið væri vopnað eður ei. Athygli vakti að til að styðja þá röksemdarfærslu að árásin væri skipulögð vísaði Lára í Keilufellsmálið svokalla. Í Keilufellsmálinu réðst hópur Pólverja á samlanda sína á Skírdag 2008. Mennirnir voru vopnaðir gaddakylfum, jarnrörum, hömrum, sleggjum, hafnaboltakylfum, exi, hnífum og golfkylfum og slösuðust húsráðendur alvarlega. Lára sagði að Keilufellsmálið væri dæmi um samantekin ráð um alvarlega árás líkt og árás níumenningana á Alþingi. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Lára V. Júlíusdóttur, settur ríkissaksóknari, segir að árás níumenningana hafa verið fyrirframskipulögð og öryggi Alþingis hafri verið stefnt í hættu. Hún vísaði í Keilufellsmálið, þar sem hópur Pólverja réðust vopnaðir hnífum, sleggjum og hömrum inn í hús og misþyrmdu húsráðendum, máli sínu til stuðnings. "Hér var um fyrirfram skipulagða árás að ráða og öryggi Alþingis var hætta búin," sagði Lára en í dag fer fram munnlegur málflutningur í máli níumenningana. Lára benti á að Alþingi væri veitt sérstök vernd samkvæmt stjórnarskrá. "Alþingi er ekki bara hús í miðbæ Reykjavíkur. Þarna kemur stjórnvaldið saman og setur lög. Þess vegna er stofnuninni veitt vernd í stjórnarskrá og það ber að virða á stofnun sem Alþingi er," sagði Lára. Hún benti á að einu sinni áður hefði fólk verið dæmt fyrir árás á Alþingi - 1952 þegar mótmælt var gegn Nató. Þar hafi hins vegar verið um hlutdeildarbrot að ræða - það er að segja - þeir sem dæmdir voru hafi tekið þátt í árás sem þegar var hafin en ekki skipulagt og staðið að árásinni einir og sér. Það væri hins vegar raunin í máli níumenningana. Fram hefði komið í gögnum að þau hefðu hist í iðnó og skipulagt árásina, hver hefði haft ákveðnu hlutverki að gegna og þau hefðu gengið fram með ofbeldi og yfirgangi þegar komið var inn í Alþingi. "Allir starfsmenn alþingis upplifðu þetta sem ógn við alþingi," sagði Lára og bætti við að þingverðir hefðu ekki vitað hvort fólkið væri vopnað eður ei. Athygli vakti að til að styðja þá röksemdarfærslu að árásin væri skipulögð vísaði Lára í Keilufellsmálið svokalla. Í Keilufellsmálinu réðst hópur Pólverja á samlanda sína á Skírdag 2008. Mennirnir voru vopnaðir gaddakylfum, jarnrörum, hömrum, sleggjum, hafnaboltakylfum, exi, hnífum og golfkylfum og slösuðust húsráðendur alvarlega. Lára sagði að Keilufellsmálið væri dæmi um samantekin ráð um alvarlega árás líkt og árás níumenningana á Alþingi.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira