Saksóknari líkti níumenningum við pólskt glæpagengi SB skrifar 20. janúar 2011 10:11 Frá upphafi réttarhaldanna í morgun. Lára V. Júlíusdóttur, settur ríkissaksóknari, segir að árás níumenningana hafa verið fyrirframskipulögð og öryggi Alþingis hafri verið stefnt í hættu. Hún vísaði í Keilufellsmálið, þar sem hópur Pólverja réðust vopnaðir hnífum, sleggjum og hömrum inn í hús og misþyrmdu húsráðendum, máli sínu til stuðnings. "Hér var um fyrirfram skipulagða árás að ráða og öryggi Alþingis var hætta búin," sagði Lára en í dag fer fram munnlegur málflutningur í máli níumenningana. Lára benti á að Alþingi væri veitt sérstök vernd samkvæmt stjórnarskrá. "Alþingi er ekki bara hús í miðbæ Reykjavíkur. Þarna kemur stjórnvaldið saman og setur lög. Þess vegna er stofnuninni veitt vernd í stjórnarskrá og það ber að virða á stofnun sem Alþingi er," sagði Lára. Hún benti á að einu sinni áður hefði fólk verið dæmt fyrir árás á Alþingi - 1952 þegar mótmælt var gegn Nató. Þar hafi hins vegar verið um hlutdeildarbrot að ræða - það er að segja - þeir sem dæmdir voru hafi tekið þátt í árás sem þegar var hafin en ekki skipulagt og staðið að árásinni einir og sér. Það væri hins vegar raunin í máli níumenningana. Fram hefði komið í gögnum að þau hefðu hist í iðnó og skipulagt árásina, hver hefði haft ákveðnu hlutverki að gegna og þau hefðu gengið fram með ofbeldi og yfirgangi þegar komið var inn í Alþingi. "Allir starfsmenn alþingis upplifðu þetta sem ógn við alþingi," sagði Lára og bætti við að þingverðir hefðu ekki vitað hvort fólkið væri vopnað eður ei. Athygli vakti að til að styðja þá röksemdarfærslu að árásin væri skipulögð vísaði Lára í Keilufellsmálið svokalla. Í Keilufellsmálinu réðst hópur Pólverja á samlanda sína á Skírdag 2008. Mennirnir voru vopnaðir gaddakylfum, jarnrörum, hömrum, sleggjum, hafnaboltakylfum, exi, hnífum og golfkylfum og slösuðust húsráðendur alvarlega. Lára sagði að Keilufellsmálið væri dæmi um samantekin ráð um alvarlega árás líkt og árás níumenningana á Alþingi. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Lára V. Júlíusdóttur, settur ríkissaksóknari, segir að árás níumenningana hafa verið fyrirframskipulögð og öryggi Alþingis hafri verið stefnt í hættu. Hún vísaði í Keilufellsmálið, þar sem hópur Pólverja réðust vopnaðir hnífum, sleggjum og hömrum inn í hús og misþyrmdu húsráðendum, máli sínu til stuðnings. "Hér var um fyrirfram skipulagða árás að ráða og öryggi Alþingis var hætta búin," sagði Lára en í dag fer fram munnlegur málflutningur í máli níumenningana. Lára benti á að Alþingi væri veitt sérstök vernd samkvæmt stjórnarskrá. "Alþingi er ekki bara hús í miðbæ Reykjavíkur. Þarna kemur stjórnvaldið saman og setur lög. Þess vegna er stofnuninni veitt vernd í stjórnarskrá og það ber að virða á stofnun sem Alþingi er," sagði Lára. Hún benti á að einu sinni áður hefði fólk verið dæmt fyrir árás á Alþingi - 1952 þegar mótmælt var gegn Nató. Þar hafi hins vegar verið um hlutdeildarbrot að ræða - það er að segja - þeir sem dæmdir voru hafi tekið þátt í árás sem þegar var hafin en ekki skipulagt og staðið að árásinni einir og sér. Það væri hins vegar raunin í máli níumenningana. Fram hefði komið í gögnum að þau hefðu hist í iðnó og skipulagt árásina, hver hefði haft ákveðnu hlutverki að gegna og þau hefðu gengið fram með ofbeldi og yfirgangi þegar komið var inn í Alþingi. "Allir starfsmenn alþingis upplifðu þetta sem ógn við alþingi," sagði Lára og bætti við að þingverðir hefðu ekki vitað hvort fólkið væri vopnað eður ei. Athygli vakti að til að styðja þá röksemdarfærslu að árásin væri skipulögð vísaði Lára í Keilufellsmálið svokalla. Í Keilufellsmálinu réðst hópur Pólverja á samlanda sína á Skírdag 2008. Mennirnir voru vopnaðir gaddakylfum, jarnrörum, hömrum, sleggjum, hafnaboltakylfum, exi, hnífum og golfkylfum og slösuðust húsráðendur alvarlega. Lára sagði að Keilufellsmálið væri dæmi um samantekin ráð um alvarlega árás líkt og árás níumenningana á Alþingi.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira