Milljarðar millifærðir daginn sem neyðarlög voru sett Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. janúar 2011 13:04 Geir H. Haarde ávarpar þjóðina daginn örlagaríka, 6. október 2008. Á sama tíma var verið að millifærða milljarða af reikningi Landsbankans í Seðlabankanum til MP banka. Sama dag og neyðarlögin voru sett í miðju bankahruninu voru millifærðar háar fjárhæðir út af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum, en húsleitir sérstaks saksóknara í dag hjá MP banka, Straumi og Seðlabankanum beinast meðal annars að þessu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hleypur upphæðin á milljörðum króna.Saksóknari staðfestirÓlafur Þór Hauksson staðfesti í samtali við fréttastofu að húsleitirnar tengdust m.a þessu, en Viðskiptablaðið greinir jafnframt frá þessu á sinni vefsíðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu beinast millifærslurnar að uppgjöri á svokölluðum endurhverfum viðskiptum í Seðlabankanum. Ólafur Þór vildi ekki svara því hvort litið væri svo á að um ætluð umboðssvik væri að ræða, en sagði að í tilkynningu frá embættinu yrðu málin útlistuð nánar.Uppfært: Í tilkynningu embættisins segir að einnig sé verið að rannsaka millifærslur til Straums fjárfestingarbanka þennan sama dag og og kaup Landsbankans á verðbréfum af sjóðum Landsvaka eftir lokun sjóðanna, sem einnig munu hafa átt sér stað 6. október 2008.Ástarbréfin dýrkeyptMP banki, rétt eins og önnur minni fjármálafyrirtæki, stundaði endurhverf viðskipti við Seðlabankann fyrir hrunið. Þessi viðskipti gengu undir heitinu „ástarbréf" en tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans upp á rúmlega þrjú hundruð milljarða króna er rakið til þessara viðskipta. Þetta gekk þannig fyrir sig að stóru viðskiptabankarnir þrír fengu ekki lausafjárstuðning í Seðlabankanum. Þeir leituðu því til minni fjármálafyrirtækja sem fengu lán í Seðlabankanum og endurlánuðu síðan stóru bönkunum þremur gegn veði í hlutabréfum þeirra. Hinn 6. október 2008, sama dag og Geir H. Haarde forsætisráðherra var að ávarpa þjóðina í miðju bankahruni voru millifærðir milljarðar króna út af reikningum Landsbankans í Seðlabankanum til að gera upp skuld Landsbankans við MP banka. Með þessu var tjón MP banka af endurhverfu viðskiptunum takmarkað verulega á kostnað hluthafa og í einhverjum tilvikum kröfuhafa Landsbankans. Ekki liggur fyrir hvaða millifærslur er að ræða til Straums. Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumaður fjárstýringar Landsbankans, sem var einn hinna fjögurra sem voru handteknir í morgun, sá um endurhverfu viðskiptin af hálfu Landsbankans og er vitnað til þess í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ástarbréfin voru ein af úrræðum stóru bankanna til að útvega sér peninga þegar framboð á lausafé var í lágmarki og bankarnir fengu ekki fjármögnun annars staðar.„Í eðli sínu ákveðin froða"Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis (kafli 19.9.2) er vitnað í skýrslu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Seðlabanka Íslands, fyrir nefndinni þar sem hann útskýrir endurhverfu viðskiptin með svofelldum hætti: „Mínar skýringar eru þessar: Það var auðvitað vitað, og það kemur fram í fundargerðum í bankaráðinu, ég sagði frá því í bankaráðinu, að þessi ástarbréf - eins og ég kalla þau, ég bjó nú til það nafn - væru, ef allt færi á versta veg, í eðli sínu ákveðin froða og því gerði ég ríkisstjórninni auðvitað grein fyrir. En um leið og við segðum að Sparisjóður Reykjavíkur eða Sparisjóður Keflavíkur eða Sparisjóðabankinn - við tækjum ekki mark á bréfi sem Landsbankinn ábyrgðist af því að við teldum að hann mundi fara á haus inn þá færi hann á hausinn, ekki daginn eftir heldur síðdegis þann sama dag. Svona var þetta." Aðspurður hvort ekki hefði verið hægt að taka veð í öðru en bankabréfum svaraði Davíð: „Það hefði verið miklu flóknara, já og erfiðara, að ég hygg. Mitt fólk hafði farið yfir það, en ég er ekki með það á takteinunum, það hefði orðið miklu flóknara og erfiðara og þurfti mikinn mannskap." Tengdar fréttir Húsleitir hjá Seðlabanka, Straumi og MP - handtökur gerðar Sérstakur saksóknari hefur gert húsleitir í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis tengist rannsóknin MP banka, Straumi og Seðlabankanum. Sérstakur saksóknari vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar að Vísir hafði samband við hann í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafa handtökur verið gerðar í tengslum við rannsóknina. 20. janúar 2011 10:46 Óvíst hvort húsleit beinist að starfsemi MP Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka, staðfesti við fréttastofu í morgun að húsleit hefði verið framkvæmd í höfuðstöðvum bankans. Að sögn Gunnars Karl mættu lögreglumenn frá embætti sérstaks saksóknara laust eftir klukkan tíu í morgun. 20. janúar 2011 10:58 Húsleit í Seðlabanka tengist föllnu viðskiptabönkunum Húsleit sérstaks saksóknara í Seðlabankanum tengist rannsókn á föllnum viðskiptabönkum, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. 20. janúar 2011 11:09 Fyrrverandi forstöðumaður hjá Landsbankanum handtekinn Jón Þorsteinn Oddleifsson var handtekinn í morgun á sama tíma og sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá Seðlabankanum, MP banka og ALMC sem áður var Straumur. Jón var áður forstöðumaður fjárstýringar í Landsbankanum. Rannsókn sérstaks saksóknara í dag miðar að því að afla gagna vegna upplýsinga sem komu fram við rannsókn á Landsbankamálinu. 20. janúar 2011 11:25 Sérstakur saksóknari handtók fjóra í morgun Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum Landsbankans í morgun. Einn hinna handteknu er Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumanni fjárstýringar í Landsbankanum, 20. janúar 2011 11:58 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira
Sama dag og neyðarlögin voru sett í miðju bankahruninu voru millifærðar háar fjárhæðir út af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum, en húsleitir sérstaks saksóknara í dag hjá MP banka, Straumi og Seðlabankanum beinast meðal annars að þessu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hleypur upphæðin á milljörðum króna.Saksóknari staðfestirÓlafur Þór Hauksson staðfesti í samtali við fréttastofu að húsleitirnar tengdust m.a þessu, en Viðskiptablaðið greinir jafnframt frá þessu á sinni vefsíðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu beinast millifærslurnar að uppgjöri á svokölluðum endurhverfum viðskiptum í Seðlabankanum. Ólafur Þór vildi ekki svara því hvort litið væri svo á að um ætluð umboðssvik væri að ræða, en sagði að í tilkynningu frá embættinu yrðu málin útlistuð nánar.Uppfært: Í tilkynningu embættisins segir að einnig sé verið að rannsaka millifærslur til Straums fjárfestingarbanka þennan sama dag og og kaup Landsbankans á verðbréfum af sjóðum Landsvaka eftir lokun sjóðanna, sem einnig munu hafa átt sér stað 6. október 2008.Ástarbréfin dýrkeyptMP banki, rétt eins og önnur minni fjármálafyrirtæki, stundaði endurhverf viðskipti við Seðlabankann fyrir hrunið. Þessi viðskipti gengu undir heitinu „ástarbréf" en tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans upp á rúmlega þrjú hundruð milljarða króna er rakið til þessara viðskipta. Þetta gekk þannig fyrir sig að stóru viðskiptabankarnir þrír fengu ekki lausafjárstuðning í Seðlabankanum. Þeir leituðu því til minni fjármálafyrirtækja sem fengu lán í Seðlabankanum og endurlánuðu síðan stóru bönkunum þremur gegn veði í hlutabréfum þeirra. Hinn 6. október 2008, sama dag og Geir H. Haarde forsætisráðherra var að ávarpa þjóðina í miðju bankahruni voru millifærðir milljarðar króna út af reikningum Landsbankans í Seðlabankanum til að gera upp skuld Landsbankans við MP banka. Með þessu var tjón MP banka af endurhverfu viðskiptunum takmarkað verulega á kostnað hluthafa og í einhverjum tilvikum kröfuhafa Landsbankans. Ekki liggur fyrir hvaða millifærslur er að ræða til Straums. Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumaður fjárstýringar Landsbankans, sem var einn hinna fjögurra sem voru handteknir í morgun, sá um endurhverfu viðskiptin af hálfu Landsbankans og er vitnað til þess í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ástarbréfin voru ein af úrræðum stóru bankanna til að útvega sér peninga þegar framboð á lausafé var í lágmarki og bankarnir fengu ekki fjármögnun annars staðar.„Í eðli sínu ákveðin froða"Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis (kafli 19.9.2) er vitnað í skýrslu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Seðlabanka Íslands, fyrir nefndinni þar sem hann útskýrir endurhverfu viðskiptin með svofelldum hætti: „Mínar skýringar eru þessar: Það var auðvitað vitað, og það kemur fram í fundargerðum í bankaráðinu, ég sagði frá því í bankaráðinu, að þessi ástarbréf - eins og ég kalla þau, ég bjó nú til það nafn - væru, ef allt færi á versta veg, í eðli sínu ákveðin froða og því gerði ég ríkisstjórninni auðvitað grein fyrir. En um leið og við segðum að Sparisjóður Reykjavíkur eða Sparisjóður Keflavíkur eða Sparisjóðabankinn - við tækjum ekki mark á bréfi sem Landsbankinn ábyrgðist af því að við teldum að hann mundi fara á haus inn þá færi hann á hausinn, ekki daginn eftir heldur síðdegis þann sama dag. Svona var þetta." Aðspurður hvort ekki hefði verið hægt að taka veð í öðru en bankabréfum svaraði Davíð: „Það hefði verið miklu flóknara, já og erfiðara, að ég hygg. Mitt fólk hafði farið yfir það, en ég er ekki með það á takteinunum, það hefði orðið miklu flóknara og erfiðara og þurfti mikinn mannskap."
Tengdar fréttir Húsleitir hjá Seðlabanka, Straumi og MP - handtökur gerðar Sérstakur saksóknari hefur gert húsleitir í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis tengist rannsóknin MP banka, Straumi og Seðlabankanum. Sérstakur saksóknari vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar að Vísir hafði samband við hann í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafa handtökur verið gerðar í tengslum við rannsóknina. 20. janúar 2011 10:46 Óvíst hvort húsleit beinist að starfsemi MP Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka, staðfesti við fréttastofu í morgun að húsleit hefði verið framkvæmd í höfuðstöðvum bankans. Að sögn Gunnars Karl mættu lögreglumenn frá embætti sérstaks saksóknara laust eftir klukkan tíu í morgun. 20. janúar 2011 10:58 Húsleit í Seðlabanka tengist föllnu viðskiptabönkunum Húsleit sérstaks saksóknara í Seðlabankanum tengist rannsókn á föllnum viðskiptabönkum, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. 20. janúar 2011 11:09 Fyrrverandi forstöðumaður hjá Landsbankanum handtekinn Jón Þorsteinn Oddleifsson var handtekinn í morgun á sama tíma og sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá Seðlabankanum, MP banka og ALMC sem áður var Straumur. Jón var áður forstöðumaður fjárstýringar í Landsbankanum. Rannsókn sérstaks saksóknara í dag miðar að því að afla gagna vegna upplýsinga sem komu fram við rannsókn á Landsbankamálinu. 20. janúar 2011 11:25 Sérstakur saksóknari handtók fjóra í morgun Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum Landsbankans í morgun. Einn hinna handteknu er Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumanni fjárstýringar í Landsbankanum, 20. janúar 2011 11:58 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Sjá meira
Húsleitir hjá Seðlabanka, Straumi og MP - handtökur gerðar Sérstakur saksóknari hefur gert húsleitir í dag. Samkvæmt upplýsingum Vísis tengist rannsóknin MP banka, Straumi og Seðlabankanum. Sérstakur saksóknari vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar að Vísir hafði samband við hann í dag. Samkvæmt heimildum Vísis hafa handtökur verið gerðar í tengslum við rannsóknina. 20. janúar 2011 10:46
Óvíst hvort húsleit beinist að starfsemi MP Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP banka, staðfesti við fréttastofu í morgun að húsleit hefði verið framkvæmd í höfuðstöðvum bankans. Að sögn Gunnars Karl mættu lögreglumenn frá embætti sérstaks saksóknara laust eftir klukkan tíu í morgun. 20. janúar 2011 10:58
Húsleit í Seðlabanka tengist föllnu viðskiptabönkunum Húsleit sérstaks saksóknara í Seðlabankanum tengist rannsókn á föllnum viðskiptabönkum, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. 20. janúar 2011 11:09
Fyrrverandi forstöðumaður hjá Landsbankanum handtekinn Jón Þorsteinn Oddleifsson var handtekinn í morgun á sama tíma og sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá Seðlabankanum, MP banka og ALMC sem áður var Straumur. Jón var áður forstöðumaður fjárstýringar í Landsbankanum. Rannsókn sérstaks saksóknara í dag miðar að því að afla gagna vegna upplýsinga sem komu fram við rannsókn á Landsbankamálinu. 20. janúar 2011 11:25
Sérstakur saksóknari handtók fjóra í morgun Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara á málefnum Landsbankans í morgun. Einn hinna handteknu er Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumanni fjárstýringar í Landsbankanum, 20. janúar 2011 11:58