Enski boltinn

Auðvelt hjá Chelsea gegn úrvalsliði Tælands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chelsea vann öruggan 0-4 sigur á úrvalsliði Tælands í æfingaleik sem fór fram í morgun. Yfirburðir Chelsea miklir og sigurinn auðveldur.

Frank Lampard, Jose Bosingwa, Branislav Ivanovic og Florent Malouda skoruðu mörk Chelsea í leiknum.

Mark Bosingwa var skrautlegt og ekki þess eðlis að markvörður tælenska liðsins fái samning á Englandi. Markið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×