Leggja til bann við kynferðislegri misnotkun dýra Erla Hlynsdóttir skrifar 12. janúar 2011 11:52 Mynd úr safni AFP Nefnd um endurskoðun dýraverndarlaga mun leggja til að kynferðisleg misnotkun dýra verði gerð refsiverð. Þetta segir Kristinn Hugason, formaður nefndarinnar. Gagnger endurskoðun á dýraverndarlögum stendur yfir og er vonast til að nefndin nái að skila tillögum sínum tímanlega fyrir vorþingið. Dýraverndarsamband Íslands sendi nefndinni erindi þar sem lögð var áhersla á að samfarir og önnur kynferðismök við dýr verði bönnuð með skýrum lagaákvæðum.Hvergi talað um misnotkun Hvergi í íslenskum lögum um dýravernd er nú fjallað um kynferðislega misnotkun þó vissulega sé óleyfilegt að fara illa með dýr. Sömu sögu er að segja um dýraverndarlög í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Dýraverndunarsamtök í þessum löndum berjast þó fyrir lagabreytingum og innan Norræna dýraverndarsambandsins er einhugur um að bann verði lögfest í öllum löndum. Aðeins hafa rúmlega 80 lönd í heiminum skýr ákvæði um að kynmök fólks við dýr teljist misnotkun, en Holland og Bretland bættust nýlega í hóp þeirra landa.Innbrot í gripahús Kynferðisleg misnotkun dýra er af ýmsu tagi, allt frá því sem fólkið sem þar kemur við sögu lítur á sem innileg atlot, til ofbeldisfullra verknaða þar sem dýrin verða sannarlega fyrir líkamlegum skaða og er augljóslega glæpsamlegt dýraníð. Þessu fylgja jafnvel húsbrot, innbrot í gripahús eða að fólk fer í óleyfi inn á afgirt beitilönd. Ólafur R. Dýrmundsson, formaður Dýraverndarsambandsins, bendir á að fyrir liggja trúverðugar upplýsingar um að íslensk hross hafi verið notuð á dýravændishúsum í Danmörku á síðari árum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ólafur hefur aflað sér er fólk sem hefur kynmök við dýr ekki einsleitur hópur. Um er að ræða konur og karla, gagnkynhneigða og samkynhneigða, einhleypa og gifta, á ýmsum aldri.Dýravændishús erlendis Að sögn Ólafs hefur misnotkun dýra orði hluti af hinum svokallaða kynlífsiðnaði á síðustu áratugum. Þannig hafa dýravændishús verið sett á laggirnar, auk þess sem klámmyndir hafa verið gerðar með fólki sem hefur samfarir við dýr. Hvorki Ólafur né Kristinn hafa upplýsingar um umfang kynferðislegrar misnotkunar dýra hér á landi en báðir telja þeir að um einstök undantekningartilfelli sé að ræða. Á síðustu áratugum hafa örfá slík mál ratað í fjölmiðla. Engu að síður þykir þeim mikilvægt að lögbinda bann við kynferðislegri misnotkun á dýrum, með velferð dýranna að leiðarljósi. Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Nefnd um endurskoðun dýraverndarlaga mun leggja til að kynferðisleg misnotkun dýra verði gerð refsiverð. Þetta segir Kristinn Hugason, formaður nefndarinnar. Gagnger endurskoðun á dýraverndarlögum stendur yfir og er vonast til að nefndin nái að skila tillögum sínum tímanlega fyrir vorþingið. Dýraverndarsamband Íslands sendi nefndinni erindi þar sem lögð var áhersla á að samfarir og önnur kynferðismök við dýr verði bönnuð með skýrum lagaákvæðum.Hvergi talað um misnotkun Hvergi í íslenskum lögum um dýravernd er nú fjallað um kynferðislega misnotkun þó vissulega sé óleyfilegt að fara illa með dýr. Sömu sögu er að segja um dýraverndarlög í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Dýraverndunarsamtök í þessum löndum berjast þó fyrir lagabreytingum og innan Norræna dýraverndarsambandsins er einhugur um að bann verði lögfest í öllum löndum. Aðeins hafa rúmlega 80 lönd í heiminum skýr ákvæði um að kynmök fólks við dýr teljist misnotkun, en Holland og Bretland bættust nýlega í hóp þeirra landa.Innbrot í gripahús Kynferðisleg misnotkun dýra er af ýmsu tagi, allt frá því sem fólkið sem þar kemur við sögu lítur á sem innileg atlot, til ofbeldisfullra verknaða þar sem dýrin verða sannarlega fyrir líkamlegum skaða og er augljóslega glæpsamlegt dýraníð. Þessu fylgja jafnvel húsbrot, innbrot í gripahús eða að fólk fer í óleyfi inn á afgirt beitilönd. Ólafur R. Dýrmundsson, formaður Dýraverndarsambandsins, bendir á að fyrir liggja trúverðugar upplýsingar um að íslensk hross hafi verið notuð á dýravændishúsum í Danmörku á síðari árum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ólafur hefur aflað sér er fólk sem hefur kynmök við dýr ekki einsleitur hópur. Um er að ræða konur og karla, gagnkynhneigða og samkynhneigða, einhleypa og gifta, á ýmsum aldri.Dýravændishús erlendis Að sögn Ólafs hefur misnotkun dýra orði hluti af hinum svokallaða kynlífsiðnaði á síðustu áratugum. Þannig hafa dýravændishús verið sett á laggirnar, auk þess sem klámmyndir hafa verið gerðar með fólki sem hefur samfarir við dýr. Hvorki Ólafur né Kristinn hafa upplýsingar um umfang kynferðislegrar misnotkunar dýra hér á landi en báðir telja þeir að um einstök undantekningartilfelli sé að ræða. Á síðustu áratugum hafa örfá slík mál ratað í fjölmiðla. Engu að síður þykir þeim mikilvægt að lögbinda bann við kynferðislegri misnotkun á dýrum, með velferð dýranna að leiðarljósi.
Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira