Leggja til bann við kynferðislegri misnotkun dýra Erla Hlynsdóttir skrifar 12. janúar 2011 11:52 Mynd úr safni AFP Nefnd um endurskoðun dýraverndarlaga mun leggja til að kynferðisleg misnotkun dýra verði gerð refsiverð. Þetta segir Kristinn Hugason, formaður nefndarinnar. Gagnger endurskoðun á dýraverndarlögum stendur yfir og er vonast til að nefndin nái að skila tillögum sínum tímanlega fyrir vorþingið. Dýraverndarsamband Íslands sendi nefndinni erindi þar sem lögð var áhersla á að samfarir og önnur kynferðismök við dýr verði bönnuð með skýrum lagaákvæðum.Hvergi talað um misnotkun Hvergi í íslenskum lögum um dýravernd er nú fjallað um kynferðislega misnotkun þó vissulega sé óleyfilegt að fara illa með dýr. Sömu sögu er að segja um dýraverndarlög í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Dýraverndunarsamtök í þessum löndum berjast þó fyrir lagabreytingum og innan Norræna dýraverndarsambandsins er einhugur um að bann verði lögfest í öllum löndum. Aðeins hafa rúmlega 80 lönd í heiminum skýr ákvæði um að kynmök fólks við dýr teljist misnotkun, en Holland og Bretland bættust nýlega í hóp þeirra landa.Innbrot í gripahús Kynferðisleg misnotkun dýra er af ýmsu tagi, allt frá því sem fólkið sem þar kemur við sögu lítur á sem innileg atlot, til ofbeldisfullra verknaða þar sem dýrin verða sannarlega fyrir líkamlegum skaða og er augljóslega glæpsamlegt dýraníð. Þessu fylgja jafnvel húsbrot, innbrot í gripahús eða að fólk fer í óleyfi inn á afgirt beitilönd. Ólafur R. Dýrmundsson, formaður Dýraverndarsambandsins, bendir á að fyrir liggja trúverðugar upplýsingar um að íslensk hross hafi verið notuð á dýravændishúsum í Danmörku á síðari árum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ólafur hefur aflað sér er fólk sem hefur kynmök við dýr ekki einsleitur hópur. Um er að ræða konur og karla, gagnkynhneigða og samkynhneigða, einhleypa og gifta, á ýmsum aldri.Dýravændishús erlendis Að sögn Ólafs hefur misnotkun dýra orði hluti af hinum svokallaða kynlífsiðnaði á síðustu áratugum. Þannig hafa dýravændishús verið sett á laggirnar, auk þess sem klámmyndir hafa verið gerðar með fólki sem hefur samfarir við dýr. Hvorki Ólafur né Kristinn hafa upplýsingar um umfang kynferðislegrar misnotkunar dýra hér á landi en báðir telja þeir að um einstök undantekningartilfelli sé að ræða. Á síðustu áratugum hafa örfá slík mál ratað í fjölmiðla. Engu að síður þykir þeim mikilvægt að lögbinda bann við kynferðislegri misnotkun á dýrum, með velferð dýranna að leiðarljósi. Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Nefnd um endurskoðun dýraverndarlaga mun leggja til að kynferðisleg misnotkun dýra verði gerð refsiverð. Þetta segir Kristinn Hugason, formaður nefndarinnar. Gagnger endurskoðun á dýraverndarlögum stendur yfir og er vonast til að nefndin nái að skila tillögum sínum tímanlega fyrir vorþingið. Dýraverndarsamband Íslands sendi nefndinni erindi þar sem lögð var áhersla á að samfarir og önnur kynferðismök við dýr verði bönnuð með skýrum lagaákvæðum.Hvergi talað um misnotkun Hvergi í íslenskum lögum um dýravernd er nú fjallað um kynferðislega misnotkun þó vissulega sé óleyfilegt að fara illa með dýr. Sömu sögu er að segja um dýraverndarlög í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Dýraverndunarsamtök í þessum löndum berjast þó fyrir lagabreytingum og innan Norræna dýraverndarsambandsins er einhugur um að bann verði lögfest í öllum löndum. Aðeins hafa rúmlega 80 lönd í heiminum skýr ákvæði um að kynmök fólks við dýr teljist misnotkun, en Holland og Bretland bættust nýlega í hóp þeirra landa.Innbrot í gripahús Kynferðisleg misnotkun dýra er af ýmsu tagi, allt frá því sem fólkið sem þar kemur við sögu lítur á sem innileg atlot, til ofbeldisfullra verknaða þar sem dýrin verða sannarlega fyrir líkamlegum skaða og er augljóslega glæpsamlegt dýraníð. Þessu fylgja jafnvel húsbrot, innbrot í gripahús eða að fólk fer í óleyfi inn á afgirt beitilönd. Ólafur R. Dýrmundsson, formaður Dýraverndarsambandsins, bendir á að fyrir liggja trúverðugar upplýsingar um að íslensk hross hafi verið notuð á dýravændishúsum í Danmörku á síðari árum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Ólafur hefur aflað sér er fólk sem hefur kynmök við dýr ekki einsleitur hópur. Um er að ræða konur og karla, gagnkynhneigða og samkynhneigða, einhleypa og gifta, á ýmsum aldri.Dýravændishús erlendis Að sögn Ólafs hefur misnotkun dýra orði hluti af hinum svokallaða kynlífsiðnaði á síðustu áratugum. Þannig hafa dýravændishús verið sett á laggirnar, auk þess sem klámmyndir hafa verið gerðar með fólki sem hefur samfarir við dýr. Hvorki Ólafur né Kristinn hafa upplýsingar um umfang kynferðislegrar misnotkunar dýra hér á landi en báðir telja þeir að um einstök undantekningartilfelli sé að ræða. Á síðustu áratugum hafa örfá slík mál ratað í fjölmiðla. Engu að síður þykir þeim mikilvægt að lögbinda bann við kynferðislegri misnotkun á dýrum, með velferð dýranna að leiðarljósi.
Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira