Útgerðarkóngur í hart við Sigmund Erni Valur Grettisson skrifar 3. febrúar 2011 12:58 Þingmaður og útgerðakóngurinn elda grátt silfur. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, svarar Sigmundi Erni Rúnarssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, harðlega í yfirlýsingu sem hann birtir á vef Samherja. Ástæðan fyrir orðaskakinu er bloggpistill sem Sigmundur Ernir birti á vef sínum í gær eftir fund sem bæjaryfirvöld á Akureyri, ásamt Samtökum atvinnurekenda á Akureyri og Verkalýðsfélögunum í Eyjafirði, boðuðu til í Menningarhúsinu Hofi. Þar voru til umræðu áhrif breytinga í sjávarútvegi á annan atvinnurekstur og þjónustu í Eyjafirði. Fundurinn var vel sóttur en um 250 manns mættu. Á bloggi sínu skrifaði Sigmundur Ernir: „Það sló í brýnu millum Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja og þingmanna Samfylkingarinnar á fundi um sjávarútvegsmál á Akureyri í gærkvöld. Hundruð fundargesta fylgdust með feikilegum reiðilestri Þorsteins sem fann stjórnvöldum allt til foráttu, eins og útgerðarmanna er siður þessa dagana - og hjólaði svo í nafngreinda menn undir lok ræðunnar svo þakið á Hofinu lyftist. Líklega fór Mái einni glæru of langt í fúkyrðaflaumi sínum um andstæðinga kvótakerfisins; sýndi mynd af Ólínu Þorvarðardóttur við hlið ísbjarnargildru og sagði ekkert mark takandi á svona fólki sem kallaði til björgunarsveitir þegar það teldi sig hafa séð þann hvíta … ! Það var og. En vel að merkja: Svona málflutningur er auðvitað himnasending fyrir þá sem vilja breyta fiskveiðistjórnarkerfinu …" Þorsteinn Már er afar ósáttur við lýsingar þingmannsins og segir þær í raun allt annað en jarðbundnar og að hún sé í meginatriðum röng. Þorsteinn segist hafa nefnt nokkur dæmi um alvarlegar rangfærslur Alþingi, meðal annars 8 milljarða króna eignir sjávarútvegsins erlendis sem urðu að 800 milljörðum inni á þingi að hans sögn. Hann segist ennfremur hafa nefnt grein eftir varaþingmann Samfylkingar sem talaði um meint arðrán upp á 65-130 milljarða króna í tengslum við makrílveiðar Íslendinga, en sú grein var að öllu leyti gersamlega út úr korti að mati Þorsteins og laus við öll raunveruleikatengsl. Svo skrifar Þorsteinn: „Í framhaldi af því sagði ég að þetta væri kannski eins og með ísbirnina og Ólínu Þorvarðardóttur um árið. Svo birti ég mynd af hinu fræga ísbjarnarbúri sem íslensk stjórnvöld pöntuðu frá Danmörku og leigðu flugvél til að flytja hingað. Sem sjá má á glærunni er kannski ekki að furða þótt Danir séu enn að hlæja að okkur vegna þessa." Þorsteinn skrifar svo að lokum: „Þeir [Þingmenn Samfylkingarinnar. innskt.blm.] vilja einoka umræðuna um sjávarútvegsmálin og þola ekki þegar einhver svarar í sömu mynt. Þá er það kallað "reiðilestur", "fúkyrðaflaumur" og annað í þeim dúr. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur og er umræddum þingmanni Samfylkingarinnar til enn frekari minnkunar." Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, svarar Sigmundi Erni Rúnarssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, harðlega í yfirlýsingu sem hann birtir á vef Samherja. Ástæðan fyrir orðaskakinu er bloggpistill sem Sigmundur Ernir birti á vef sínum í gær eftir fund sem bæjaryfirvöld á Akureyri, ásamt Samtökum atvinnurekenda á Akureyri og Verkalýðsfélögunum í Eyjafirði, boðuðu til í Menningarhúsinu Hofi. Þar voru til umræðu áhrif breytinga í sjávarútvegi á annan atvinnurekstur og þjónustu í Eyjafirði. Fundurinn var vel sóttur en um 250 manns mættu. Á bloggi sínu skrifaði Sigmundur Ernir: „Það sló í brýnu millum Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja og þingmanna Samfylkingarinnar á fundi um sjávarútvegsmál á Akureyri í gærkvöld. Hundruð fundargesta fylgdust með feikilegum reiðilestri Þorsteins sem fann stjórnvöldum allt til foráttu, eins og útgerðarmanna er siður þessa dagana - og hjólaði svo í nafngreinda menn undir lok ræðunnar svo þakið á Hofinu lyftist. Líklega fór Mái einni glæru of langt í fúkyrðaflaumi sínum um andstæðinga kvótakerfisins; sýndi mynd af Ólínu Þorvarðardóttur við hlið ísbjarnargildru og sagði ekkert mark takandi á svona fólki sem kallaði til björgunarsveitir þegar það teldi sig hafa séð þann hvíta … ! Það var og. En vel að merkja: Svona málflutningur er auðvitað himnasending fyrir þá sem vilja breyta fiskveiðistjórnarkerfinu …" Þorsteinn Már er afar ósáttur við lýsingar þingmannsins og segir þær í raun allt annað en jarðbundnar og að hún sé í meginatriðum röng. Þorsteinn segist hafa nefnt nokkur dæmi um alvarlegar rangfærslur Alþingi, meðal annars 8 milljarða króna eignir sjávarútvegsins erlendis sem urðu að 800 milljörðum inni á þingi að hans sögn. Hann segist ennfremur hafa nefnt grein eftir varaþingmann Samfylkingar sem talaði um meint arðrán upp á 65-130 milljarða króna í tengslum við makrílveiðar Íslendinga, en sú grein var að öllu leyti gersamlega út úr korti að mati Þorsteins og laus við öll raunveruleikatengsl. Svo skrifar Þorsteinn: „Í framhaldi af því sagði ég að þetta væri kannski eins og með ísbirnina og Ólínu Þorvarðardóttur um árið. Svo birti ég mynd af hinu fræga ísbjarnarbúri sem íslensk stjórnvöld pöntuðu frá Danmörku og leigðu flugvél til að flytja hingað. Sem sjá má á glærunni er kannski ekki að furða þótt Danir séu enn að hlæja að okkur vegna þessa." Þorsteinn skrifar svo að lokum: „Þeir [Þingmenn Samfylkingarinnar. innskt.blm.] vilja einoka umræðuna um sjávarútvegsmálin og þola ekki þegar einhver svarar í sömu mynt. Þá er það kallað "reiðilestur", "fúkyrðaflaumur" og annað í þeim dúr. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur og er umræddum þingmanni Samfylkingarinnar til enn frekari minnkunar."
Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira