Umfjöllun: Borin von hjá strákunum eftir annað tap í Danmörku Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Álaborg skrifar 14. júní 2011 14:30 Mynd/Anton Íslenska 21 árs landsliðið tapaði sínum öðrum leik í röð á EM í Danmörku í dag þegar liðið varð að sætta sig við 0-2 tap á móti Sviss í Álaborg. Íslenska liðið hefur ekki enn náð að skora í mótinu, er stigalaust á botni riðilsins og á aðeins veika von um að komast í undanúrslitin. Svisslendingar skoruðu strax á fyrstu mínútu leiksins og bættu síðan við öðru marki fimm mínútum fyrir hálfleik. Svissneska liðið óð í færum í fyrri hálfleik en íslenska liðið slapp hvað eftir annað með skrekkinn og gat þakkað fyrir að vera aðeins 0-2 undir í hálfleik. Fabian Frei skoraði fyrra markið eftir 50 sekúndur og lagði síðan upp það síðara fyrir Innocent Emeghara sem var íslenska liðinu afar erfiður í þessum leik. Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í seinni hálfleiknum en það dugði þó skammt. Von íslenska liðsins um að komast upp úr riðlinum er afar veik og getur dáið endanlega í kvöld nái Hvít-Rússar í stig á móti á Dönum. Fyrri hálfleikur var að stærstum hluta hræðilegur. Byrjunin var í það minnsta skelfileg. Varnarmenn Íslands reyndu að koma boltanum úr eigin varnarlínu en Svisslendingar pressuðu stíft, unnu boltann og komu honum inn fyrir. Shaqiri átti sendinguna, beint á Fabian Frei sem afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið. Eftir það hélt svissneska sýningin áfram. Íslendingar voru einfaldlega rotaðir. Þeir leyfðu þeim rauðklæddu að vera með boltann þar til að Svisslendingar fundu glufur á slakri íslenskri vörn og náðu þannig að ógna markinu. Á tíundu mínútu var Shaqiri nálægt því að skora eftir sendingu Frei en í þetta sinn var Haraldur á tánum og varði vel frá honum. Tíu mínútum síðar lék Emeghara illa á Eggert Gunnþór og var nálægt því að skora úr þröngu færi. Þessar 20 mínútur voru skelfilegar hjá íslenska liðinu. Eyjólfur þjálfari var brjálaður á hliðarlínunni og var það sjaldgæf sjón. Eftir því sem leið á hálfleikinn byrjuðu strákarnir að komast í aðeins betri takt við leikinn og fengu tvö ágæt færi. Fyrst reyndi Gylfi skot að marki sem var ekki langt frá því að hitta rammann en allt kom fyrir ekki. Svo náði Alfreð að spila Bjarna frían inn í teig en fyrirliðinn hikaði á ögurstundu og sendingin hans klikkaði. En það var fyrst og fremst pínlegt að sjá hvað strákarnir létu taka sig í bólinu í miðjubaráttunni. Allt of oft fengu miðjumenn Svisslendinga að athafna sig óáreittir og byggja upp þannig sínar sóknir. Annað mark lá í loftinu og eftir að Haraldur hafði varið glæsilega á 37. mínútu frá Gavranovic komust Svisslendingar í aðra sókn þremur mínútum síðar og skoruðu mark. Innocent Emeghara var þar að verki. Hann náði að lyfta boltanum yfir Harald sem var þó nálægt því að stöðva boltann. Allt kom fyrir ekki og staðan í hálfleik 2-0. Björn Bergmann Sigurðaron kom inn á í upphafi síðari hálfleiks og hleypti nokkru lífi í leik íslenska liðsins. Eyjólfur Sverrisson þjálfari ákvað að láta liðið spila 4-4-2 og eftir um stundarfjórðung kom Birkir Bjarnason inn á fyrir Bjarna Þór Viðarsson. Um þetta leyti besti kafli Íslands í leiknum. Kolbeinn var nálægt því að skora en Frei bjargaði boltanum á síðustu stundu. Hann stefndi þó út af. Stuttu síðar endaði boltinn í netinu eftir að Birkir stefndi skoti Kolbeins í markið en Rúrik Gíslason var dæmdur réttilega rangstæður. Mikið meira var það ekki. Afar lítið gerðist síðustu 20 mínútur leiksins og hann fjaraði einfaldlega út. Niðurstaðan er engu minna svekkjandi en um helgina þegar Ísland tapaði fyrir Hvíta-Rússlandi en leikurinn var þó allt öðru vísi. Í dag töpuðum við Íslendingar fyrir miklu sterkara liði.Sviss - Ísland 2-0 Dómari: Marijo Strahonja, Króatíu (6) Skot (á mark): 13-9 (6-3) Varin skot: Sommer 2 - Haraldur 3 Horn: 5-1 Aukaspyrnur fengnar: 19-25 Rangstæður: 5-2 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið tapaði sínum öðrum leik í röð á EM í Danmörku í dag þegar liðið varð að sætta sig við 0-2 tap á móti Sviss í Álaborg. Íslenska liðið hefur ekki enn náð að skora í mótinu, er stigalaust á botni riðilsins og á aðeins veika von um að komast í undanúrslitin. Svisslendingar skoruðu strax á fyrstu mínútu leiksins og bættu síðan við öðru marki fimm mínútum fyrir hálfleik. Svissneska liðið óð í færum í fyrri hálfleik en íslenska liðið slapp hvað eftir annað með skrekkinn og gat þakkað fyrir að vera aðeins 0-2 undir í hálfleik. Fabian Frei skoraði fyrra markið eftir 50 sekúndur og lagði síðan upp það síðara fyrir Innocent Emeghara sem var íslenska liðinu afar erfiður í þessum leik. Það var allt annað að sjá til íslenska liðsins í seinni hálfleiknum en það dugði þó skammt. Von íslenska liðsins um að komast upp úr riðlinum er afar veik og getur dáið endanlega í kvöld nái Hvít-Rússar í stig á móti á Dönum. Fyrri hálfleikur var að stærstum hluta hræðilegur. Byrjunin var í það minnsta skelfileg. Varnarmenn Íslands reyndu að koma boltanum úr eigin varnarlínu en Svisslendingar pressuðu stíft, unnu boltann og komu honum inn fyrir. Shaqiri átti sendinguna, beint á Fabian Frei sem afgreiddi knöttinn snyrtilega í netið. Eftir það hélt svissneska sýningin áfram. Íslendingar voru einfaldlega rotaðir. Þeir leyfðu þeim rauðklæddu að vera með boltann þar til að Svisslendingar fundu glufur á slakri íslenskri vörn og náðu þannig að ógna markinu. Á tíundu mínútu var Shaqiri nálægt því að skora eftir sendingu Frei en í þetta sinn var Haraldur á tánum og varði vel frá honum. Tíu mínútum síðar lék Emeghara illa á Eggert Gunnþór og var nálægt því að skora úr þröngu færi. Þessar 20 mínútur voru skelfilegar hjá íslenska liðinu. Eyjólfur þjálfari var brjálaður á hliðarlínunni og var það sjaldgæf sjón. Eftir því sem leið á hálfleikinn byrjuðu strákarnir að komast í aðeins betri takt við leikinn og fengu tvö ágæt færi. Fyrst reyndi Gylfi skot að marki sem var ekki langt frá því að hitta rammann en allt kom fyrir ekki. Svo náði Alfreð að spila Bjarna frían inn í teig en fyrirliðinn hikaði á ögurstundu og sendingin hans klikkaði. En það var fyrst og fremst pínlegt að sjá hvað strákarnir létu taka sig í bólinu í miðjubaráttunni. Allt of oft fengu miðjumenn Svisslendinga að athafna sig óáreittir og byggja upp þannig sínar sóknir. Annað mark lá í loftinu og eftir að Haraldur hafði varið glæsilega á 37. mínútu frá Gavranovic komust Svisslendingar í aðra sókn þremur mínútum síðar og skoruðu mark. Innocent Emeghara var þar að verki. Hann náði að lyfta boltanum yfir Harald sem var þó nálægt því að stöðva boltann. Allt kom fyrir ekki og staðan í hálfleik 2-0. Björn Bergmann Sigurðaron kom inn á í upphafi síðari hálfleiks og hleypti nokkru lífi í leik íslenska liðsins. Eyjólfur Sverrisson þjálfari ákvað að láta liðið spila 4-4-2 og eftir um stundarfjórðung kom Birkir Bjarnason inn á fyrir Bjarna Þór Viðarsson. Um þetta leyti besti kafli Íslands í leiknum. Kolbeinn var nálægt því að skora en Frei bjargaði boltanum á síðustu stundu. Hann stefndi þó út af. Stuttu síðar endaði boltinn í netinu eftir að Birkir stefndi skoti Kolbeins í markið en Rúrik Gíslason var dæmdur réttilega rangstæður. Mikið meira var það ekki. Afar lítið gerðist síðustu 20 mínútur leiksins og hann fjaraði einfaldlega út. Niðurstaðan er engu minna svekkjandi en um helgina þegar Ísland tapaði fyrir Hvíta-Rússlandi en leikurinn var þó allt öðru vísi. Í dag töpuðum við Íslendingar fyrir miklu sterkara liði.Sviss - Ísland 2-0 Dómari: Marijo Strahonja, Króatíu (6) Skot (á mark): 13-9 (6-3) Varin skot: Sommer 2 - Haraldur 3 Horn: 5-1 Aukaspyrnur fengnar: 19-25 Rangstæður: 5-2
Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu