Svissnesk knattspyrna í blóma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2011 14:15 Ottmar Hitzfeld þjálfari A-landsliðs Sviss er mættur til Danmerkur Mynd/Getty Images Ísland mætir Sviss í riðlakeppni EM U-21 landsliða í Álaborg í dag. Fyrirfram verða Svisslendingar að teljast líklegri til sigurs en liðið sigraði Dani 1-0 í fyrsta leik sínum í riðlinum. Sviss varð í efsta sæti síns riðils í undankeppninni. Liðið var með Tyrklandi, Georgíu, Armeníu, Eistlandi og Írum í riðli. Sviss sigraði í sex leikjum, gerði tvö jafntefli og tapaði tveimur leikjum. Tapleikirnir voru úti gegn Tyrkjum og óvænt 1-0 tap á heimavelli gegn Eistum. Líkt og hjá íslenska landsliðinu voru helstu stórstjörnur landsliðsins svo sem Xherdan Shaqiri og Granit Xhaka fjarri góðu gamni í undankeppninni. Þrátt fyrir það vann Svis riðil sinn nokkuð sannfærandi. Í umspilinu tóku Svisslendingar frændur okkar Svía í kennslustund. Unnu heimaleikinn 4-1 og gerðu jafntefli 1-1 í síðari leiknum í Svíþjóð. Markvörður Sviss, Yann Sommer, varði vítaspyrnu Svía í stöðunni 3-1 í fyrri leiknum sem átti eftir að reynast dýrkeypt. Svisslendingar hafa áður komist í úrslitakeppni Evrómótsins U-21 landsliða, árið 2002 og 2004. Í fyrra skiptið komust þeir alla leið í undanúrslit en höfnuðu í neðsta sæti riðils síns í síðara skiptið. Þeir voru hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina í Svíþjóð 2009 eftir dramatískt einvígi gegn Spánverjum. Sviss vann heimaleikinn 2-1 en datt út eftir 3-1 tap í framlengdum leik á Spáni. Landslið Sviss skipað leikmönnum yngri en 17 ára varð heimsmeistari árið 2009. Nokkrir leikmenn U-21 landsliðsins léku með liðinu í mótinu. A-landslið Sviss hefur gert góða hluti á undanförnum árum. Liðið hefur verið fastagestur á stórmótum í knattspyrnu frá Evrópumótinu í Portúgal 2004. Sviss var gestgjafi á EM 2008 ásamt Austurríki og komst í lokakeppnir HM 2006 og 2010. Á HM 2006 í Þýskalandi féll liðið úr leik í 16-liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni gegn Úkraínu. Sviss fékk ekki á sig mark í keppninni. Á HM 2010 í Suður-Afríku sigruðu þeir Spánverja afar óvænt í fyrsta leik keppninnar. Varnarleikur þeirra þótti til fyrirmyndar en markaleysi varð liðinu að falli. Sigurmarkið gegn Spánverjum var þeirra eina mark í keppninni. Það er ljóst að það verður á brattann að sækja hjá íslensku strákunum í Álaborg í kvöld. Svissnesk knattspyrna er í blóma um þessar mundir og íslenskum lands- og félagsliðum hefur gengið illa í viðureignum sínum við Svisslendinga. Íslensku strákarnir eru þó ekki að ástæðulausu meðal þátttakanda í Danmörku og eru til alls vísir. Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Ísland mætir Sviss í riðlakeppni EM U-21 landsliða í Álaborg í dag. Fyrirfram verða Svisslendingar að teljast líklegri til sigurs en liðið sigraði Dani 1-0 í fyrsta leik sínum í riðlinum. Sviss varð í efsta sæti síns riðils í undankeppninni. Liðið var með Tyrklandi, Georgíu, Armeníu, Eistlandi og Írum í riðli. Sviss sigraði í sex leikjum, gerði tvö jafntefli og tapaði tveimur leikjum. Tapleikirnir voru úti gegn Tyrkjum og óvænt 1-0 tap á heimavelli gegn Eistum. Líkt og hjá íslenska landsliðinu voru helstu stórstjörnur landsliðsins svo sem Xherdan Shaqiri og Granit Xhaka fjarri góðu gamni í undankeppninni. Þrátt fyrir það vann Svis riðil sinn nokkuð sannfærandi. Í umspilinu tóku Svisslendingar frændur okkar Svía í kennslustund. Unnu heimaleikinn 4-1 og gerðu jafntefli 1-1 í síðari leiknum í Svíþjóð. Markvörður Sviss, Yann Sommer, varði vítaspyrnu Svía í stöðunni 3-1 í fyrri leiknum sem átti eftir að reynast dýrkeypt. Svisslendingar hafa áður komist í úrslitakeppni Evrómótsins U-21 landsliða, árið 2002 og 2004. Í fyrra skiptið komust þeir alla leið í undanúrslit en höfnuðu í neðsta sæti riðils síns í síðara skiptið. Þeir voru hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina í Svíþjóð 2009 eftir dramatískt einvígi gegn Spánverjum. Sviss vann heimaleikinn 2-1 en datt út eftir 3-1 tap í framlengdum leik á Spáni. Landslið Sviss skipað leikmönnum yngri en 17 ára varð heimsmeistari árið 2009. Nokkrir leikmenn U-21 landsliðsins léku með liðinu í mótinu. A-landslið Sviss hefur gert góða hluti á undanförnum árum. Liðið hefur verið fastagestur á stórmótum í knattspyrnu frá Evrópumótinu í Portúgal 2004. Sviss var gestgjafi á EM 2008 ásamt Austurríki og komst í lokakeppnir HM 2006 og 2010. Á HM 2006 í Þýskalandi féll liðið úr leik í 16-liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni gegn Úkraínu. Sviss fékk ekki á sig mark í keppninni. Á HM 2010 í Suður-Afríku sigruðu þeir Spánverja afar óvænt í fyrsta leik keppninnar. Varnarleikur þeirra þótti til fyrirmyndar en markaleysi varð liðinu að falli. Sigurmarkið gegn Spánverjum var þeirra eina mark í keppninni. Það er ljóst að það verður á brattann að sækja hjá íslensku strákunum í Álaborg í kvöld. Svissnesk knattspyrna er í blóma um þessar mundir og íslenskum lands- og félagsliðum hefur gengið illa í viðureignum sínum við Svisslendinga. Íslensku strákarnir eru þó ekki að ástæðulausu meðal þátttakanda í Danmörku og eru til alls vísir.
Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn