Fótbolti

Matthäus framlengir við Búlgaríu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Matthäus var magnaður knattspyrnumaður á sínum tíma og fyrirliði heimsmeistara V-Þýskalands á HM 1990.
Matthäus var magnaður knattspyrnumaður á sínum tíma og fyrirliði heimsmeistara V-Þýskalands á HM 1990. Nordic Photos/AFP
Þjóðverjinn Lothar Matthäus hefur framlengt samning sinn sem landsliðsþjálfari Búlgaríu til 2013. Borislav Mihaylov, forseti búlgarska knattspyrnusambandsins og fyrrum landsliðsmarkvörður, tilkynnti fréttamönnum um ákvörðunina í dag.

Eftir ágætis byrjun í undankeppni EM 2012 hefur sigið á ógæfuhliðina hjá Búlgurum. Liðið er með fimm stig í G-riðli og á aðeins veika von um að komast upp úr riðli sínum. Búlgaría beið svo lægri hlut í vináttulandsleik gegn Hvít-Rússum í gær.

„Ákvörðunin var tekin fyrir leikinn gegn Hvít-Rússum í gær og hann skrifar undir innan tíðar,“ sagði Mihaylov. Vefsíðan fourfourtwo.com greinir frá þessu í dag.

Matthäus tók við starfinu í september 2010 og varð fyrsti erlendi landsliðsþjálfari Búlgaríu frá árinu 1966. Hann hafði áður líst yfir áhuga sínum að halda áfram með landsliðið í undankeppni HM 2014. Það er óhætt að segja að verkefnið sé krefjandi. Búlgaría lenti í riðli með Ítalíu, Danmörku og Tékkum ásamt Armeníu og Möltu.

Matthäus hefur áður þjálfað Rapid Vín, Partizan Belgrad, Atletico Paranaense í Brasilíu,

Salzburg, Maccabi Netanya í Ísrael og landslið Ungverjalands en ekki náð góðum árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×