Nýdæmdur grunaður um lífshættulega árás 13. janúar 2011 06:15 Árásin á nýársnótt var framin í Hafnarstræti. Sá sem slasaðist féll niður stiga og í kjölfarið er talið að Andri Vilhelm hafi traðkað á andliti hans og veitt honum lífshættulega áverka á heila.Fréttablaðið/gva Andri Vilhelm Guðmundsson, 24 ára Keflvíkingur, situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarlega líkamsárás á nýársnótt. Andri var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi 26. nóvember síðastliðinn fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, rán og frelsissviptingu en gekk laus þar sem hann tók sér frest til að áfrýja dómnum. Andri var handtekinn 2. janúar grunaður um að hafa lent í átökum við mann í Hafnarstræti á nýársnótt og veitt honum alvarlega áverka. Hann var úrskurðaður í fjögurra daga varðhald, sem síðan var framlengt til 4. febrúar. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í fyrradag. Samkvæmt honum er Andri grunaður um að hafa hrint hinum manninum niður tröppur og síðan sparkað í eða traðkað á höfði hans og andliti. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut lífshættulega áverka á heila en útlit er fyrir að hann nái sér að mestu. Vitni lýsa átökunum á þann veg að báðir mennirnir hafi rifið sig úr að ofan og að Andri Vilhelm hafi veist að hinum með karate- og „kick-box“-spörkum. Lögregla telur atlöguna varða við 218. grein hegningarlaga um sérstaklega alvarlega líkamsárás. Hámarksfangelsi fyrir slíka árás er sextán ára fangelsi. Andri hefur viðurkennt að hafa lent í átökum við manninn en hafnar því alfarið að hafa hrint honum niður tröppur eða traðkað á höfði hans. Á nýársnótt voru ekki liðnar nema sex vikur síðan Andri hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tvær líkamsárásir, rán og frelsissviptingu. Í öðru málinu var hann fundinn sekur um að hafa brotið fjölmörg bein í andliti manns með því að berja hann með steini. Í hinu málinu var hann dæmdur ásamt samverkamanni fyrir að halda manni föngnum í átta klukkustundir og ganga í skrokk á honum. Þeir lokuðu manninn meðal annars inni í fataskáp og hengdu 400 vatta ljósaperu yfir höfuðið á honum, vöfðu síðar rafmagnssnúru um háls hans og hertu að þar til maðurinn missti nánast meðvitund og bundu hann að síðustu við stól, límdu fyrir munn hans og börðu hann í bringuna með golfkylfu. Að þessu loknu neyddu þeir hann til að fara í banka og biðja um yfirdrátt til að greiða skuld, annars hlyti sambýliskona hans verra af. Dómurinn var ekki birtur Andra fyrr en 3. janúar og ekki er unnt að fullnusta hann strax þar sem hann tók sér frest til að áfrýja. stigur@frettabladid.is Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Andri Vilhelm Guðmundsson, 24 ára Keflvíkingur, situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarlega líkamsárás á nýársnótt. Andri var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi 26. nóvember síðastliðinn fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, rán og frelsissviptingu en gekk laus þar sem hann tók sér frest til að áfrýja dómnum. Andri var handtekinn 2. janúar grunaður um að hafa lent í átökum við mann í Hafnarstræti á nýársnótt og veitt honum alvarlega áverka. Hann var úrskurðaður í fjögurra daga varðhald, sem síðan var framlengt til 4. febrúar. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í fyrradag. Samkvæmt honum er Andri grunaður um að hafa hrint hinum manninum niður tröppur og síðan sparkað í eða traðkað á höfði hans og andliti. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut lífshættulega áverka á heila en útlit er fyrir að hann nái sér að mestu. Vitni lýsa átökunum á þann veg að báðir mennirnir hafi rifið sig úr að ofan og að Andri Vilhelm hafi veist að hinum með karate- og „kick-box“-spörkum. Lögregla telur atlöguna varða við 218. grein hegningarlaga um sérstaklega alvarlega líkamsárás. Hámarksfangelsi fyrir slíka árás er sextán ára fangelsi. Andri hefur viðurkennt að hafa lent í átökum við manninn en hafnar því alfarið að hafa hrint honum niður tröppur eða traðkað á höfði hans. Á nýársnótt voru ekki liðnar nema sex vikur síðan Andri hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tvær líkamsárásir, rán og frelsissviptingu. Í öðru málinu var hann fundinn sekur um að hafa brotið fjölmörg bein í andliti manns með því að berja hann með steini. Í hinu málinu var hann dæmdur ásamt samverkamanni fyrir að halda manni föngnum í átta klukkustundir og ganga í skrokk á honum. Þeir lokuðu manninn meðal annars inni í fataskáp og hengdu 400 vatta ljósaperu yfir höfuðið á honum, vöfðu síðar rafmagnssnúru um háls hans og hertu að þar til maðurinn missti nánast meðvitund og bundu hann að síðustu við stól, límdu fyrir munn hans og börðu hann í bringuna með golfkylfu. Að þessu loknu neyddu þeir hann til að fara í banka og biðja um yfirdrátt til að greiða skuld, annars hlyti sambýliskona hans verra af. Dómurinn var ekki birtur Andra fyrr en 3. janúar og ekki er unnt að fullnusta hann strax þar sem hann tók sér frest til að áfrýja. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent