Nýdæmdur grunaður um lífshættulega árás 13. janúar 2011 06:15 Árásin á nýársnótt var framin í Hafnarstræti. Sá sem slasaðist féll niður stiga og í kjölfarið er talið að Andri Vilhelm hafi traðkað á andliti hans og veitt honum lífshættulega áverka á heila.Fréttablaðið/gva Andri Vilhelm Guðmundsson, 24 ára Keflvíkingur, situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarlega líkamsárás á nýársnótt. Andri var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi 26. nóvember síðastliðinn fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, rán og frelsissviptingu en gekk laus þar sem hann tók sér frest til að áfrýja dómnum. Andri var handtekinn 2. janúar grunaður um að hafa lent í átökum við mann í Hafnarstræti á nýársnótt og veitt honum alvarlega áverka. Hann var úrskurðaður í fjögurra daga varðhald, sem síðan var framlengt til 4. febrúar. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í fyrradag. Samkvæmt honum er Andri grunaður um að hafa hrint hinum manninum niður tröppur og síðan sparkað í eða traðkað á höfði hans og andliti. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut lífshættulega áverka á heila en útlit er fyrir að hann nái sér að mestu. Vitni lýsa átökunum á þann veg að báðir mennirnir hafi rifið sig úr að ofan og að Andri Vilhelm hafi veist að hinum með karate- og „kick-box“-spörkum. Lögregla telur atlöguna varða við 218. grein hegningarlaga um sérstaklega alvarlega líkamsárás. Hámarksfangelsi fyrir slíka árás er sextán ára fangelsi. Andri hefur viðurkennt að hafa lent í átökum við manninn en hafnar því alfarið að hafa hrint honum niður tröppur eða traðkað á höfði hans. Á nýársnótt voru ekki liðnar nema sex vikur síðan Andri hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tvær líkamsárásir, rán og frelsissviptingu. Í öðru málinu var hann fundinn sekur um að hafa brotið fjölmörg bein í andliti manns með því að berja hann með steini. Í hinu málinu var hann dæmdur ásamt samverkamanni fyrir að halda manni föngnum í átta klukkustundir og ganga í skrokk á honum. Þeir lokuðu manninn meðal annars inni í fataskáp og hengdu 400 vatta ljósaperu yfir höfuðið á honum, vöfðu síðar rafmagnssnúru um háls hans og hertu að þar til maðurinn missti nánast meðvitund og bundu hann að síðustu við stól, límdu fyrir munn hans og börðu hann í bringuna með golfkylfu. Að þessu loknu neyddu þeir hann til að fara í banka og biðja um yfirdrátt til að greiða skuld, annars hlyti sambýliskona hans verra af. Dómurinn var ekki birtur Andra fyrr en 3. janúar og ekki er unnt að fullnusta hann strax þar sem hann tók sér frest til að áfrýja. stigur@frettabladid.is Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Andri Vilhelm Guðmundsson, 24 ára Keflvíkingur, situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarlega líkamsárás á nýársnótt. Andri var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi 26. nóvember síðastliðinn fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, rán og frelsissviptingu en gekk laus þar sem hann tók sér frest til að áfrýja dómnum. Andri var handtekinn 2. janúar grunaður um að hafa lent í átökum við mann í Hafnarstræti á nýársnótt og veitt honum alvarlega áverka. Hann var úrskurðaður í fjögurra daga varðhald, sem síðan var framlengt til 4. febrúar. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í fyrradag. Samkvæmt honum er Andri grunaður um að hafa hrint hinum manninum niður tröppur og síðan sparkað í eða traðkað á höfði hans og andliti. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut lífshættulega áverka á heila en útlit er fyrir að hann nái sér að mestu. Vitni lýsa átökunum á þann veg að báðir mennirnir hafi rifið sig úr að ofan og að Andri Vilhelm hafi veist að hinum með karate- og „kick-box“-spörkum. Lögregla telur atlöguna varða við 218. grein hegningarlaga um sérstaklega alvarlega líkamsárás. Hámarksfangelsi fyrir slíka árás er sextán ára fangelsi. Andri hefur viðurkennt að hafa lent í átökum við manninn en hafnar því alfarið að hafa hrint honum niður tröppur eða traðkað á höfði hans. Á nýársnótt voru ekki liðnar nema sex vikur síðan Andri hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tvær líkamsárásir, rán og frelsissviptingu. Í öðru málinu var hann fundinn sekur um að hafa brotið fjölmörg bein í andliti manns með því að berja hann með steini. Í hinu málinu var hann dæmdur ásamt samverkamanni fyrir að halda manni föngnum í átta klukkustundir og ganga í skrokk á honum. Þeir lokuðu manninn meðal annars inni í fataskáp og hengdu 400 vatta ljósaperu yfir höfuðið á honum, vöfðu síðar rafmagnssnúru um háls hans og hertu að þar til maðurinn missti nánast meðvitund og bundu hann að síðustu við stól, límdu fyrir munn hans og börðu hann í bringuna með golfkylfu. Að þessu loknu neyddu þeir hann til að fara í banka og biðja um yfirdrátt til að greiða skuld, annars hlyti sambýliskona hans verra af. Dómurinn var ekki birtur Andra fyrr en 3. janúar og ekki er unnt að fullnusta hann strax þar sem hann tók sér frest til að áfrýja. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira