Fótbolti

Huseklepp orðaður við Celtic

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP

Glasgow Celtic mun eiga í viðræðum við norska úrvalsdeildarfélagið Brann um kaup á sóknarmanninum Erik Huseklepp.

Huseklepp er fastamaður í norska landsliðinu sem hefur unnið alla þrjá leiki sína í undankeppni EM 2012 til þessa.

Hann er 26 ára gamall og hefur lengst af spilað með Brann í Noregi. Hann á að baki sautján landsleiki og hefur skorað í þeim fimm mörk.

Neil Lennon, stjóri Celtic, mun hafa sagt eftir leikinn gegn Rangers um helgina að hann vildi styrkja leikmannahópinn með sóknarmanni en Celtic hefur fylgst vel með Huseklepp síðan Noregur vann 4-0 sigur á Skotum í æfingaleik í sumar.

Huseklepp hefur verið orðaður við fleiri lið að undanförnu, til að mynda enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn.

Celtic samdi fyrir stuttu við Svíann Freddie Ljungberg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×