Íslenski boltinn

Grindvíkingar sömdu við tékkneska framherjann Pospisil

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við tékkneska framherjann Michal Pospisil til næstu tveggja ára.
Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við tékkneska framherjann Michal Pospisil til næstu tveggja ára. umfg.is

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við tékkneska framherjann Michal Pospisil til næstu tveggja ára. Hann hefur verið til reynslu hjá félaginu að undanförnu og skoraði m.a. í tvígang í æfingaleik gegn Stjörnunni um helgina.

Pospisil mun leysa markakóng Íslandsmótsins í fyrra, Gilles Mbang Ondo, af hólmi í fremstu víglínu Grindavíkurliðsins. Ondo samdi við norska liðið Stabæk fyrr í vetur.

Pospisil er 31 árs og reynslumikill framherji sem hefur leikið í efstu deild í þremur löndum. Hann hefur leikið 186 leiki í efstu deild í Tékklandi og skorað 40 mörk m.a. með Spörtu Prag þar sem hann varð meistari 2003, 48 leiki með Hearts í Skotlandi og skoraði 12 mörk og svo St. Truiden í Belgíu (16/2).

Nú síðast lék hann í Bohemians Prag í Tékklandi. Þá hefur hann leikið 21 landsleik fyrir U21 lið Tékklands (5 mörk) og varð Evrópumeistari með félaginu 2002.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×