Silkimjúkt indí-draumpopp 4. ágúst 2011 21:00 Síðustu tvær plötur ensku popparanna í Wild Beasts hafa fengið flotta dóma. Hljómsveitin spilar á Big Chill-hátíðinni á morgun. Enska hljómsveitin Wild Beasts gaf út sína þriðju plötu, Smother, fyrr á árinu. Platan hefur fengið frábæra dóma og telja tónlistarspekúlantar líklegt að hún lendi ofarlega á hinum ýmsu árslistum í desember. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við fyrstu smáskífuna af Smother, Albatross. Wild Beasts var stofnuð árið 2002 í bænum Kendal á Englandi. Hljómsveitin hét upphaflega Fauve (villiköttur á frönsku) og stofnmeðlimir voru þeir Hayden Thorpe og Ben Little. Fauve var upphaflega dúó en þegar trommarinn Chris Talbot gekk til liðs við sveitina var nafninu breytt í Wild Beasts. Síðar meir átti bassaleikarinn Tom Fleming eftir að bætast í hópinn. Eftir að hafa gefið út tvær EP-plötur og flutt til borgarinnar Leeds gerði hljómsveitin útgáfusamning við Bad Sneakers Records og skömmu síðar við Domino Records. Fyrsta platan í fullri lengd, Limbo, Panto, vakti athygli á sveitinni og töldu tónlistarblaðamenn hana líklega til vinsælda. Falsettusöngstíll Thorpe þótti fyrirtak rétt eins og silkimjúkt poppið og nýir aðdáendur skriðu fram úr fylgsnum sínum. Næsta plata, Two Dancers, sem kom út 2009, sló í gegn og varð ofarlega á mörgum árslistum. Í framhaldinu var sveitin tilnefnd til Mercury-verðlaunanna í Bretlandi árið 2010 en verðlaunin féllu í skaut The XX. Tónlist Wild Beasts hefur verið lýst sem blöndu af indítónlist og draumpoppi. Hljóðgervlar eru áberandi á nýju plötunni, sem hefur fengið fantagóða dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hjá Q og The Guardian og 9 af 10 hjá Clash og NME. Til að fylgja Smother eftir er Wild Beasts á leið í stóra tónleikaferð um Evrópu og Norður-Ameríku og verða fyrstu tónleikarnir á The Big Chill-hátíðinni á Englandi annað kvöld. Þar stíga einnig á svið The Chemical Brothers, Robert Plant og Kanye West. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Síðustu tvær plötur ensku popparanna í Wild Beasts hafa fengið flotta dóma. Hljómsveitin spilar á Big Chill-hátíðinni á morgun. Enska hljómsveitin Wild Beasts gaf út sína þriðju plötu, Smother, fyrr á árinu. Platan hefur fengið frábæra dóma og telja tónlistarspekúlantar líklegt að hún lendi ofarlega á hinum ýmsu árslistum í desember. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við fyrstu smáskífuna af Smother, Albatross. Wild Beasts var stofnuð árið 2002 í bænum Kendal á Englandi. Hljómsveitin hét upphaflega Fauve (villiköttur á frönsku) og stofnmeðlimir voru þeir Hayden Thorpe og Ben Little. Fauve var upphaflega dúó en þegar trommarinn Chris Talbot gekk til liðs við sveitina var nafninu breytt í Wild Beasts. Síðar meir átti bassaleikarinn Tom Fleming eftir að bætast í hópinn. Eftir að hafa gefið út tvær EP-plötur og flutt til borgarinnar Leeds gerði hljómsveitin útgáfusamning við Bad Sneakers Records og skömmu síðar við Domino Records. Fyrsta platan í fullri lengd, Limbo, Panto, vakti athygli á sveitinni og töldu tónlistarblaðamenn hana líklega til vinsælda. Falsettusöngstíll Thorpe þótti fyrirtak rétt eins og silkimjúkt poppið og nýir aðdáendur skriðu fram úr fylgsnum sínum. Næsta plata, Two Dancers, sem kom út 2009, sló í gegn og varð ofarlega á mörgum árslistum. Í framhaldinu var sveitin tilnefnd til Mercury-verðlaunanna í Bretlandi árið 2010 en verðlaunin féllu í skaut The XX. Tónlist Wild Beasts hefur verið lýst sem blöndu af indítónlist og draumpoppi. Hljóðgervlar eru áberandi á nýju plötunni, sem hefur fengið fantagóða dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hjá Q og The Guardian og 9 af 10 hjá Clash og NME. Til að fylgja Smother eftir er Wild Beasts á leið í stóra tónleikaferð um Evrópu og Norður-Ameríku og verða fyrstu tónleikarnir á The Big Chill-hátíðinni á Englandi annað kvöld. Þar stíga einnig á svið The Chemical Brothers, Robert Plant og Kanye West. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira