Silkimjúkt indí-draumpopp 4. ágúst 2011 21:00 Síðustu tvær plötur ensku popparanna í Wild Beasts hafa fengið flotta dóma. Hljómsveitin spilar á Big Chill-hátíðinni á morgun. Enska hljómsveitin Wild Beasts gaf út sína þriðju plötu, Smother, fyrr á árinu. Platan hefur fengið frábæra dóma og telja tónlistarspekúlantar líklegt að hún lendi ofarlega á hinum ýmsu árslistum í desember. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við fyrstu smáskífuna af Smother, Albatross. Wild Beasts var stofnuð árið 2002 í bænum Kendal á Englandi. Hljómsveitin hét upphaflega Fauve (villiköttur á frönsku) og stofnmeðlimir voru þeir Hayden Thorpe og Ben Little. Fauve var upphaflega dúó en þegar trommarinn Chris Talbot gekk til liðs við sveitina var nafninu breytt í Wild Beasts. Síðar meir átti bassaleikarinn Tom Fleming eftir að bætast í hópinn. Eftir að hafa gefið út tvær EP-plötur og flutt til borgarinnar Leeds gerði hljómsveitin útgáfusamning við Bad Sneakers Records og skömmu síðar við Domino Records. Fyrsta platan í fullri lengd, Limbo, Panto, vakti athygli á sveitinni og töldu tónlistarblaðamenn hana líklega til vinsælda. Falsettusöngstíll Thorpe þótti fyrirtak rétt eins og silkimjúkt poppið og nýir aðdáendur skriðu fram úr fylgsnum sínum. Næsta plata, Two Dancers, sem kom út 2009, sló í gegn og varð ofarlega á mörgum árslistum. Í framhaldinu var sveitin tilnefnd til Mercury-verðlaunanna í Bretlandi árið 2010 en verðlaunin féllu í skaut The XX. Tónlist Wild Beasts hefur verið lýst sem blöndu af indítónlist og draumpoppi. Hljóðgervlar eru áberandi á nýju plötunni, sem hefur fengið fantagóða dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hjá Q og The Guardian og 9 af 10 hjá Clash og NME. Til að fylgja Smother eftir er Wild Beasts á leið í stóra tónleikaferð um Evrópu og Norður-Ameríku og verða fyrstu tónleikarnir á The Big Chill-hátíðinni á Englandi annað kvöld. Þar stíga einnig á svið The Chemical Brothers, Robert Plant og Kanye West. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Síðustu tvær plötur ensku popparanna í Wild Beasts hafa fengið flotta dóma. Hljómsveitin spilar á Big Chill-hátíðinni á morgun. Enska hljómsveitin Wild Beasts gaf út sína þriðju plötu, Smother, fyrr á árinu. Platan hefur fengið frábæra dóma og telja tónlistarspekúlantar líklegt að hún lendi ofarlega á hinum ýmsu árslistum í desember. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við fyrstu smáskífuna af Smother, Albatross. Wild Beasts var stofnuð árið 2002 í bænum Kendal á Englandi. Hljómsveitin hét upphaflega Fauve (villiköttur á frönsku) og stofnmeðlimir voru þeir Hayden Thorpe og Ben Little. Fauve var upphaflega dúó en þegar trommarinn Chris Talbot gekk til liðs við sveitina var nafninu breytt í Wild Beasts. Síðar meir átti bassaleikarinn Tom Fleming eftir að bætast í hópinn. Eftir að hafa gefið út tvær EP-plötur og flutt til borgarinnar Leeds gerði hljómsveitin útgáfusamning við Bad Sneakers Records og skömmu síðar við Domino Records. Fyrsta platan í fullri lengd, Limbo, Panto, vakti athygli á sveitinni og töldu tónlistarblaðamenn hana líklega til vinsælda. Falsettusöngstíll Thorpe þótti fyrirtak rétt eins og silkimjúkt poppið og nýir aðdáendur skriðu fram úr fylgsnum sínum. Næsta plata, Two Dancers, sem kom út 2009, sló í gegn og varð ofarlega á mörgum árslistum. Í framhaldinu var sveitin tilnefnd til Mercury-verðlaunanna í Bretlandi árið 2010 en verðlaunin féllu í skaut The XX. Tónlist Wild Beasts hefur verið lýst sem blöndu af indítónlist og draumpoppi. Hljóðgervlar eru áberandi á nýju plötunni, sem hefur fengið fantagóða dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hjá Q og The Guardian og 9 af 10 hjá Clash og NME. Til að fylgja Smother eftir er Wild Beasts á leið í stóra tónleikaferð um Evrópu og Norður-Ameríku og verða fyrstu tónleikarnir á The Big Chill-hátíðinni á Englandi annað kvöld. Þar stíga einnig á svið The Chemical Brothers, Robert Plant og Kanye West. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira