Eldurinn í Eden er áfall fyrir Hvergerðinga Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. júlí 2011 09:19 Aldís Hafsteinsdóttir segir áfall að svona skyldi hafa farið. „Þetta er auðvitað mjög mikið áfall að svona skyldi hafa farið," segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Eins og greint hefur verið frá brann Eden í Hveragerði til kaldra kola í nótt. Aldís segir að mikið af fólki hafi drifið að þegar eldurinn laust upp. „Enda ekkert skrýtið. Þetta var gríðarlegt bál. Ég þurfti að hringja í starfsmann sem býr niðri í Þorlákshöfn og hún sagði að þetta hefði litið út eins og eldgos væri frá þeim séð," segir Aldís. Kolsvartur reykurinn sem steig hátt til himins hafi heldur ekki farið framhjá neinum manni. Aldís segir að fólki þyki líka vænt um Eden og beri taugar til hans. „Margir hafa unnið þarna og Eden á stað í hjarta Íslendinga og Hvergerðinga allra mest," segir Aldís. Aldís segir engar ákvarðanir hafi verið teknar um næst skref í stöðunni. Hún muni ræða við eigendur Eden og rekstraraðila í dag. „En akkúrat í augnablikinu eru allir í hálfgerðu áfalli og eru kannski ekki alveg farnir að huga að þessu," segir Aldís. Hún segir þó að bæjaryfirvöld leggi allt kapp á að byggt verði upp þarna aftur. Aldís vildi að lokum þakklæti til slökkviliðsmanna, lögreglu og björgunarsveitamanna. „Þeir stóðu sig með eindæmum vel. Því þetta voru hættulegar og erfiðar aðstæður," segir Aldís. Hér má heyra viðtöl sem Gissur Sigurðsson fréttamaður tók við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði, og Frímann Baldursson, varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi. Tengdar fréttir Töluvert tjón í brunanum Talið er að töluvert tjón hafi orðið í brunanum í Eden. Eftir því sem Vísir kemst næst voru verðmæt málverk inni í húsinu og útskorið tréverk. 22. júlí 2011 00:55 Slökkviliðsmenn forðuðu sér undan æðandi eldtungum Veitingastaðurinn og gróðurstöðin Eden í Hveragerði brann til kaldra kola í nótt en engan sakaði í eldsvoðanum. 22. júlí 2011 07:14 Eden brunnið til grunna Slökkvistarfi í Eden er að mestu leyti lokið, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er húsið brunnið til grunna. 22. júlí 2011 01:37 Eden er alelda Eden í Hveragerði er alelda. Eldur kviknaði í húsinu rétt fyrir miðnættið í kvöld. Að sögn lögreglumanns hjá lögreglunni er allt tiltækt lið frá Brunaliði Árnessýslu og Árborgar á staðnum. Segjum nánari fréttir þegar þær berast. 22. júlí 2011 00:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
„Þetta er auðvitað mjög mikið áfall að svona skyldi hafa farið," segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Eins og greint hefur verið frá brann Eden í Hveragerði til kaldra kola í nótt. Aldís segir að mikið af fólki hafi drifið að þegar eldurinn laust upp. „Enda ekkert skrýtið. Þetta var gríðarlegt bál. Ég þurfti að hringja í starfsmann sem býr niðri í Þorlákshöfn og hún sagði að þetta hefði litið út eins og eldgos væri frá þeim séð," segir Aldís. Kolsvartur reykurinn sem steig hátt til himins hafi heldur ekki farið framhjá neinum manni. Aldís segir að fólki þyki líka vænt um Eden og beri taugar til hans. „Margir hafa unnið þarna og Eden á stað í hjarta Íslendinga og Hvergerðinga allra mest," segir Aldís. Aldís segir engar ákvarðanir hafi verið teknar um næst skref í stöðunni. Hún muni ræða við eigendur Eden og rekstraraðila í dag. „En akkúrat í augnablikinu eru allir í hálfgerðu áfalli og eru kannski ekki alveg farnir að huga að þessu," segir Aldís. Hún segir þó að bæjaryfirvöld leggi allt kapp á að byggt verði upp þarna aftur. Aldís vildi að lokum þakklæti til slökkviliðsmanna, lögreglu og björgunarsveitamanna. „Þeir stóðu sig með eindæmum vel. Því þetta voru hættulegar og erfiðar aðstæður," segir Aldís. Hér má heyra viðtöl sem Gissur Sigurðsson fréttamaður tók við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði, og Frímann Baldursson, varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi.
Tengdar fréttir Töluvert tjón í brunanum Talið er að töluvert tjón hafi orðið í brunanum í Eden. Eftir því sem Vísir kemst næst voru verðmæt málverk inni í húsinu og útskorið tréverk. 22. júlí 2011 00:55 Slökkviliðsmenn forðuðu sér undan æðandi eldtungum Veitingastaðurinn og gróðurstöðin Eden í Hveragerði brann til kaldra kola í nótt en engan sakaði í eldsvoðanum. 22. júlí 2011 07:14 Eden brunnið til grunna Slökkvistarfi í Eden er að mestu leyti lokið, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er húsið brunnið til grunna. 22. júlí 2011 01:37 Eden er alelda Eden í Hveragerði er alelda. Eldur kviknaði í húsinu rétt fyrir miðnættið í kvöld. Að sögn lögreglumanns hjá lögreglunni er allt tiltækt lið frá Brunaliði Árnessýslu og Árborgar á staðnum. Segjum nánari fréttir þegar þær berast. 22. júlí 2011 00:36 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Töluvert tjón í brunanum Talið er að töluvert tjón hafi orðið í brunanum í Eden. Eftir því sem Vísir kemst næst voru verðmæt málverk inni í húsinu og útskorið tréverk. 22. júlí 2011 00:55
Slökkviliðsmenn forðuðu sér undan æðandi eldtungum Veitingastaðurinn og gróðurstöðin Eden í Hveragerði brann til kaldra kola í nótt en engan sakaði í eldsvoðanum. 22. júlí 2011 07:14
Eden brunnið til grunna Slökkvistarfi í Eden er að mestu leyti lokið, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er húsið brunnið til grunna. 22. júlí 2011 01:37
Eden er alelda Eden í Hveragerði er alelda. Eldur kviknaði í húsinu rétt fyrir miðnættið í kvöld. Að sögn lögreglumanns hjá lögreglunni er allt tiltækt lið frá Brunaliði Árnessýslu og Árborgar á staðnum. Segjum nánari fréttir þegar þær berast. 22. júlí 2011 00:36