Milljónir í svar við fyrirspurn - Fréttaskýring 15. júlí 2011 06:45 Fjöldi skriflegra fyrirspurna berst frá alþingismönnum á hverju þingi. Starfsmenn ráðuneyta þurfa oft og tíðum að leggja nokkra vinnu í svörin með tilheyrandi kostnaði.fréttablaðið/pjetur helgi bernódusson Hvernig nýta alþingismenn rétt til fyrirspurna? Sífellt færist í aukana að alþingismenn sendi skriflegar fyrirspurnir til ráðuneyta. Um leið og þetta er mikilvægt lýðræðislegt aðhaldstæki er ljóst að kostnaður ráðuneytanna við að svara fyrirspurnum getur verið umtalsverður. Kostnaður þriggja ráðuneyta við svar ákveðinnar fyrirspurnar nam samtals 700 til 900 þúsund krónum. Þingsköpum var breytt í vor og gefinn rýmri frestur til að svara skriflegum fyrirspurnum. Hann var þá lengdur úr 10 dögum í 15. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að það hafi verið talinn raunhæfari frestur. „Það getur verið ansi snúningasamt að svara svona spurningu og það hefur verið okkar mat að þetta væri yfirleitt of knappur tími. Ráðuneytin þurfa að skrifa undirstofnunum og fá svör þaðan," segir Helgi. Nýbreytni er í þingsköpum að ef ráðuneyti nær ekki að svara fyrirspurn innan tiltekins frests verður ráðherra að tilkynna þinginu um það og einnig hvað veldur. Á yfirstandandi þingi voru lagðar fram 346 skriflegar fyrirspurnir og þegar hlé var gert á þinghaldi 15. júní átti enn eftir að svara 41 þeirra. Munnlegar fyrirspurnir voru 112. Helgi segir þátt skriflegra fyrirspurna verða æ umfangsmeiri á kostnað þeirra munnlegu. Það sé þróun sem þekkist einnig úr nágrannalöndunum. „Það hefur verið tilhneiging að hinum hefðbundnu munnlegu fyrirspurnum hefur fækkað, á meðan hinum skriflegu fjölgar. Þingmenn hafa meiri möguleika á að spyrja um einstök atriði í óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og í umræðum um störf þingsins. Það gefur einnig öðrum þingmönnum færi á að taka þátt í umræðunum." Lengi hefur brunnið við að þingmönnum sé legið á hálsi fyrir að nýta sér rétt sinn til fyrirspurna til að vekja athygli á ákveðnum málum fremur en til þess að fá svör. Svörin eru enda oft auðfundin án þess að ónáða þurfi starfsmenn ráðuneyta. Með því komist þingmenn í fjölmiðla og það er jú hluti af þeirra starfi. Eins og sést hér til hliðar er þetta ekki nýtt fyrirbæri. Þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir þetta árum saman, bæði þeir sem nú verma ráðherrastóla og eins þeir sem sitja nú í stjórnarandstöðu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var til að mynda duglegur fyrirspyrjandi þegar hún var í stjórnarandstöðu. Frá október 2003 fram til febrúar 2005 lagði hún fram 107 fyrirspurnir. Það útlagðist sem 4 fyrirspurnir á hverri starfsviku þingsins á þessu 17 mánaða tímabili. Ljóst er að fyrirspurnir þingmanna eru mikilvægt tæki Alþingis til að hafa aðhald með framkvæmdarvaldinu. Þó hefur verið bent á að þær skuli ekki misnota. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 15. júlí 2011 06:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund Sjá meira
helgi bernódusson Hvernig nýta alþingismenn rétt til fyrirspurna? Sífellt færist í aukana að alþingismenn sendi skriflegar fyrirspurnir til ráðuneyta. Um leið og þetta er mikilvægt lýðræðislegt aðhaldstæki er ljóst að kostnaður ráðuneytanna við að svara fyrirspurnum getur verið umtalsverður. Kostnaður þriggja ráðuneyta við svar ákveðinnar fyrirspurnar nam samtals 700 til 900 þúsund krónum. Þingsköpum var breytt í vor og gefinn rýmri frestur til að svara skriflegum fyrirspurnum. Hann var þá lengdur úr 10 dögum í 15. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að það hafi verið talinn raunhæfari frestur. „Það getur verið ansi snúningasamt að svara svona spurningu og það hefur verið okkar mat að þetta væri yfirleitt of knappur tími. Ráðuneytin þurfa að skrifa undirstofnunum og fá svör þaðan," segir Helgi. Nýbreytni er í þingsköpum að ef ráðuneyti nær ekki að svara fyrirspurn innan tiltekins frests verður ráðherra að tilkynna þinginu um það og einnig hvað veldur. Á yfirstandandi þingi voru lagðar fram 346 skriflegar fyrirspurnir og þegar hlé var gert á þinghaldi 15. júní átti enn eftir að svara 41 þeirra. Munnlegar fyrirspurnir voru 112. Helgi segir þátt skriflegra fyrirspurna verða æ umfangsmeiri á kostnað þeirra munnlegu. Það sé þróun sem þekkist einnig úr nágrannalöndunum. „Það hefur verið tilhneiging að hinum hefðbundnu munnlegu fyrirspurnum hefur fækkað, á meðan hinum skriflegu fjölgar. Þingmenn hafa meiri möguleika á að spyrja um einstök atriði í óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og í umræðum um störf þingsins. Það gefur einnig öðrum þingmönnum færi á að taka þátt í umræðunum." Lengi hefur brunnið við að þingmönnum sé legið á hálsi fyrir að nýta sér rétt sinn til fyrirspurna til að vekja athygli á ákveðnum málum fremur en til þess að fá svör. Svörin eru enda oft auðfundin án þess að ónáða þurfi starfsmenn ráðuneyta. Með því komist þingmenn í fjölmiðla og það er jú hluti af þeirra starfi. Eins og sést hér til hliðar er þetta ekki nýtt fyrirbæri. Þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir þetta árum saman, bæði þeir sem nú verma ráðherrastóla og eins þeir sem sitja nú í stjórnarandstöðu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var til að mynda duglegur fyrirspyrjandi þegar hún var í stjórnarandstöðu. Frá október 2003 fram til febrúar 2005 lagði hún fram 107 fyrirspurnir. Það útlagðist sem 4 fyrirspurnir á hverri starfsviku þingsins á þessu 17 mánaða tímabili. Ljóst er að fyrirspurnir þingmanna eru mikilvægt tæki Alþingis til að hafa aðhald með framkvæmdarvaldinu. Þó hefur verið bent á að þær skuli ekki misnota. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 15. júlí 2011 06:00 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund Sjá meira
Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 15. júlí 2011 06:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum