Milljónir í svar við fyrirspurn - Fréttaskýring 15. júlí 2011 06:45 Fjöldi skriflegra fyrirspurna berst frá alþingismönnum á hverju þingi. Starfsmenn ráðuneyta þurfa oft og tíðum að leggja nokkra vinnu í svörin með tilheyrandi kostnaði.fréttablaðið/pjetur helgi bernódusson Hvernig nýta alþingismenn rétt til fyrirspurna? Sífellt færist í aukana að alþingismenn sendi skriflegar fyrirspurnir til ráðuneyta. Um leið og þetta er mikilvægt lýðræðislegt aðhaldstæki er ljóst að kostnaður ráðuneytanna við að svara fyrirspurnum getur verið umtalsverður. Kostnaður þriggja ráðuneyta við svar ákveðinnar fyrirspurnar nam samtals 700 til 900 þúsund krónum. Þingsköpum var breytt í vor og gefinn rýmri frestur til að svara skriflegum fyrirspurnum. Hann var þá lengdur úr 10 dögum í 15. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að það hafi verið talinn raunhæfari frestur. „Það getur verið ansi snúningasamt að svara svona spurningu og það hefur verið okkar mat að þetta væri yfirleitt of knappur tími. Ráðuneytin þurfa að skrifa undirstofnunum og fá svör þaðan," segir Helgi. Nýbreytni er í þingsköpum að ef ráðuneyti nær ekki að svara fyrirspurn innan tiltekins frests verður ráðherra að tilkynna þinginu um það og einnig hvað veldur. Á yfirstandandi þingi voru lagðar fram 346 skriflegar fyrirspurnir og þegar hlé var gert á þinghaldi 15. júní átti enn eftir að svara 41 þeirra. Munnlegar fyrirspurnir voru 112. Helgi segir þátt skriflegra fyrirspurna verða æ umfangsmeiri á kostnað þeirra munnlegu. Það sé þróun sem þekkist einnig úr nágrannalöndunum. „Það hefur verið tilhneiging að hinum hefðbundnu munnlegu fyrirspurnum hefur fækkað, á meðan hinum skriflegu fjölgar. Þingmenn hafa meiri möguleika á að spyrja um einstök atriði í óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og í umræðum um störf þingsins. Það gefur einnig öðrum þingmönnum færi á að taka þátt í umræðunum." Lengi hefur brunnið við að þingmönnum sé legið á hálsi fyrir að nýta sér rétt sinn til fyrirspurna til að vekja athygli á ákveðnum málum fremur en til þess að fá svör. Svörin eru enda oft auðfundin án þess að ónáða þurfi starfsmenn ráðuneyta. Með því komist þingmenn í fjölmiðla og það er jú hluti af þeirra starfi. Eins og sést hér til hliðar er þetta ekki nýtt fyrirbæri. Þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir þetta árum saman, bæði þeir sem nú verma ráðherrastóla og eins þeir sem sitja nú í stjórnarandstöðu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var til að mynda duglegur fyrirspyrjandi þegar hún var í stjórnarandstöðu. Frá október 2003 fram til febrúar 2005 lagði hún fram 107 fyrirspurnir. Það útlagðist sem 4 fyrirspurnir á hverri starfsviku þingsins á þessu 17 mánaða tímabili. Ljóst er að fyrirspurnir þingmanna eru mikilvægt tæki Alþingis til að hafa aðhald með framkvæmdarvaldinu. Þó hefur verið bent á að þær skuli ekki misnota. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 15. júlí 2011 06:00 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Sjá meira
helgi bernódusson Hvernig nýta alþingismenn rétt til fyrirspurna? Sífellt færist í aukana að alþingismenn sendi skriflegar fyrirspurnir til ráðuneyta. Um leið og þetta er mikilvægt lýðræðislegt aðhaldstæki er ljóst að kostnaður ráðuneytanna við að svara fyrirspurnum getur verið umtalsverður. Kostnaður þriggja ráðuneyta við svar ákveðinnar fyrirspurnar nam samtals 700 til 900 þúsund krónum. Þingsköpum var breytt í vor og gefinn rýmri frestur til að svara skriflegum fyrirspurnum. Hann var þá lengdur úr 10 dögum í 15. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að það hafi verið talinn raunhæfari frestur. „Það getur verið ansi snúningasamt að svara svona spurningu og það hefur verið okkar mat að þetta væri yfirleitt of knappur tími. Ráðuneytin þurfa að skrifa undirstofnunum og fá svör þaðan," segir Helgi. Nýbreytni er í þingsköpum að ef ráðuneyti nær ekki að svara fyrirspurn innan tiltekins frests verður ráðherra að tilkynna þinginu um það og einnig hvað veldur. Á yfirstandandi þingi voru lagðar fram 346 skriflegar fyrirspurnir og þegar hlé var gert á þinghaldi 15. júní átti enn eftir að svara 41 þeirra. Munnlegar fyrirspurnir voru 112. Helgi segir þátt skriflegra fyrirspurna verða æ umfangsmeiri á kostnað þeirra munnlegu. Það sé þróun sem þekkist einnig úr nágrannalöndunum. „Það hefur verið tilhneiging að hinum hefðbundnu munnlegu fyrirspurnum hefur fækkað, á meðan hinum skriflegu fjölgar. Þingmenn hafa meiri möguleika á að spyrja um einstök atriði í óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og í umræðum um störf þingsins. Það gefur einnig öðrum þingmönnum færi á að taka þátt í umræðunum." Lengi hefur brunnið við að þingmönnum sé legið á hálsi fyrir að nýta sér rétt sinn til fyrirspurna til að vekja athygli á ákveðnum málum fremur en til þess að fá svör. Svörin eru enda oft auðfundin án þess að ónáða þurfi starfsmenn ráðuneyta. Með því komist þingmenn í fjölmiðla og það er jú hluti af þeirra starfi. Eins og sést hér til hliðar er þetta ekki nýtt fyrirbæri. Þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir þetta árum saman, bæði þeir sem nú verma ráðherrastóla og eins þeir sem sitja nú í stjórnarandstöðu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var til að mynda duglegur fyrirspyrjandi þegar hún var í stjórnarandstöðu. Frá október 2003 fram til febrúar 2005 lagði hún fram 107 fyrirspurnir. Það útlagðist sem 4 fyrirspurnir á hverri starfsviku þingsins á þessu 17 mánaða tímabili. Ljóst er að fyrirspurnir þingmanna eru mikilvægt tæki Alþingis til að hafa aðhald með framkvæmdarvaldinu. Þó hefur verið bent á að þær skuli ekki misnota. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 15. júlí 2011 06:00 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Sjá meira
Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 15. júlí 2011 06:00