Eiður Smári fékk stórstjörnumóttökur á flugvellinum í Aþenu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2011 08:00 Tíunda félagið AEK verður tíunda atvinnumannafélagið sem Eiður Smári spilar fyrir. Mynd/E.Stefán Eiður Smári Guðjohnsen fékk sannkallaðar stórstjörnumóttökur á flugvellinum í Aþenu í gær þegar hann kom til Grikklands. Hann mun að öllum líkindum skrifa undir samning við AEK í dag. Um tvö þúsund manns tóku á móti honum á flugvellinum þar sem fólkið söng sigursöngva, hyllti nýju hetjuna sína og kallaði: „Guðjohnsen, Guðjohnsen.“ Arnar Grétarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK Aþenu, flaug með Eiði Smára og föður hans, Arnóri Guðjohnsen, til Grikklands í gær. „Við vorum bara að koma hingað suður eftir og markmiðið er að hann fari í læknisskoðun á morgun [í dag] og ef allt gengur að óskum, sem ég á von á, þá á hann að skrifa undir eftir hádegi á morgun,“ sagði Arnar Grétarsson þegar Fréttablaðið náði í hann í gærkvöldi. „Auðvitað eru þetta formsatriði en það þarf að klára þau. Maður hefur séð alls konar hluti koma upp en ég er ekki að búast við einu eða neinu. Ég vil ekki segja neitt fyrr en málin eru afgreidd og það er búið að skrifa undir,“ segir Arnar. „Ég á samt von á því að við göngum frá þessu um þrjúleytið á okkar tíma eða um hádegisbilið á Íslandi,“ sagði Arnar sem átti alveg eins von á því að það yrði tekið á móti Eiði eins og þjóðhöfðingja. „Það er mjög mikill áhugi á komu Eiðs. Þetta eru alveg spes móttökur sem hann er búinn að fá enda átti ég líka von á því. Drengurinn er með mjög flottan feril og er frábær leikmaður. Þetta er því ekkert skrítið,“ segir Arnar en hann sá ekki á Eiði Smára að honum hefði brugðið eitthvað við móttökurnar. „Ég sat með Eiði í bílnum. Hann hefur örugglega einhvern tímann lent í einhverju álíka en kannski ekki alveg svona. Það er rosalegur áhugi á fótbolta hérna og Grikkirnir eru hálfklikkaðir með þetta. Alltaf þegar koma einhver nöfn þá verður allt hálfbrjálað,“ sagði Arnar. Fótbolti Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen fékk sannkallaðar stórstjörnumóttökur á flugvellinum í Aþenu í gær þegar hann kom til Grikklands. Hann mun að öllum líkindum skrifa undir samning við AEK í dag. Um tvö þúsund manns tóku á móti honum á flugvellinum þar sem fólkið söng sigursöngva, hyllti nýju hetjuna sína og kallaði: „Guðjohnsen, Guðjohnsen.“ Arnar Grétarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK Aþenu, flaug með Eiði Smára og föður hans, Arnóri Guðjohnsen, til Grikklands í gær. „Við vorum bara að koma hingað suður eftir og markmiðið er að hann fari í læknisskoðun á morgun [í dag] og ef allt gengur að óskum, sem ég á von á, þá á hann að skrifa undir eftir hádegi á morgun,“ sagði Arnar Grétarsson þegar Fréttablaðið náði í hann í gærkvöldi. „Auðvitað eru þetta formsatriði en það þarf að klára þau. Maður hefur séð alls konar hluti koma upp en ég er ekki að búast við einu eða neinu. Ég vil ekki segja neitt fyrr en málin eru afgreidd og það er búið að skrifa undir,“ segir Arnar. „Ég á samt von á því að við göngum frá þessu um þrjúleytið á okkar tíma eða um hádegisbilið á Íslandi,“ sagði Arnar sem átti alveg eins von á því að það yrði tekið á móti Eiði eins og þjóðhöfðingja. „Það er mjög mikill áhugi á komu Eiðs. Þetta eru alveg spes móttökur sem hann er búinn að fá enda átti ég líka von á því. Drengurinn er með mjög flottan feril og er frábær leikmaður. Þetta er því ekkert skrítið,“ segir Arnar en hann sá ekki á Eiði Smára að honum hefði brugðið eitthvað við móttökurnar. „Ég sat með Eiði í bílnum. Hann hefur örugglega einhvern tímann lent í einhverju álíka en kannski ekki alveg svona. Það er rosalegur áhugi á fótbolta hérna og Grikkirnir eru hálfklikkaðir með þetta. Alltaf þegar koma einhver nöfn þá verður allt hálfbrjálað,“ sagði Arnar.
Fótbolti Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn