Fótbolti

Stóri Sam: England þarf ekki Rooney til að komast upp úr riðlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney strax eftir að hann fékk rauða spjaldið í Svartfjallalandi.
Wayne Rooney strax eftir að hann fékk rauða spjaldið í Svartfjallalandi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sam Allardyce, stjóri West Ham, hefur ekki áhyggjur af því að enska landsliðið komist ekki upp úr sínum riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar þótt að liðið verði þar án Wayne Rooney.

Wayne Rooney, aðalstjarna enska landsliðsins, var fyrr í dag dæmdur í þriggja leikja bann og missir því af öllum leikjum enska liðsins í riðlakeppninni. Rooney getur því fyrst spilað á EM í átta liða úrslitunum.

„Ég er sammála Alex Ferguson í því að Rooney hafi þroskast mikið síðustu árin og þetta var vonandi var eitt einstakt atvik," sagði Sam Allardyce á blaðamannafundi í dag og bætti svo við:

„Sem betur fer kostaði þetta enska landsliðið ekki neitt því ég held að enska landsliðið sé með það öflugan hóp að liðið geti komist í átta liða úrslit Evrópumótsins með eða án Wayne Rooney," sagði Allardyce.

„Enska liðið mun sakna hans en fjarvera hans mun samt ekki koma í veg fyrir það að liðið komist upp úr sínum riðli," sagði Sam Allardyce.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×