Klúr fúkyrði um kvenkyns eftirmann ekki lögbrot Karen D. Kjartansdóttir skrifar 11. mars 2011 14:18 Ríkissaksóknari telur að meint ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, varasaksóknara í Landsdómi, um Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, setts saksóknara efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, varði ekki við lög. Því beri hvorki Ríkissaksóknara né lögreglustjóra höfuðborgarsvæðinu að aðhafast í máli hennar. Þetta kemur fram í úrskurði Ríkissaksóknara frá því í gær. Úrskurðinn má lesa í heild sinni í skjali sem fylgir hér að neðan.„Kerlingar tussa" Málið hófst 23. janúar en þá kvartaði Alda Hrönn til innanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra vegna framkomu Helga þremur dögum áður. Í úrskurði ríkissaksóknara segir að kvörtunin sé til komin vegna ummæla sem Helgi hafi átt að hafa um Öldu á göngum efnahagsbrotadeildarinnar. Eða eins og segir í úrskurðinum „er hann sagði um kæranda á göngum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra „kerlingar tussa", áheyrandi starfsmönnum deildarinnar." Starfsmaður sem heyrði til Helga á svo að hafa greint Öldu svo frá því að Helgi hefði haft um hana ýmis óviðurkvæmileg ummæli svo aðrir heyrðu til. Þótti Öldu sem að Helgi hefði með þessu meitt æru hennar og veist að henni með aðdróttunum. Einkum þóttu henni ummælin ósmekkleg þar sem hún taldi þau vísa á niðurlægjandi hátt til kynferðis hennar. Því taldi hún að orð hans vörðuðu við ákveðnar greinar hegningarlaga sem kveða á um ummæli eða aðdróttanir gagnvart opinberum starfsmanni. Ríkissaksóknari vísaði málinu til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem taldi ekki ástæðu til að aðhafast í málinu og vísaði því frá.Ekki ærumeiðandi Í bréfi lögreglustjóra segir meðal annars: „Ummæli sem virðast hafa verið viðhöfð í áheyrn a.m.k. þriggja starfsmanna yðar, sem þér nafngreinið þó ekki, eru að mati lögreglustjóra hvorki til þess fallin að meiða æru yðar eða vera virðingu yðar til hnekkis í skilningi 234. gr. og 235. gr. almennra hegningarlaga." Þá segir. „Þá verður ekki séð af bréfum yðar með hvaða hætti hinum meintu ummælum var beint að yður sem opinberum starfsmanni eða hvernig þau vörðuðu að einhverju leyti starf yðar."Óeðlileg samskipti Þessari ákvörðun vildi Alda hins vegar ekki una og 2. mars kærði hún ákvörðun lögreglustjóra til ríkissaksóknara og mótmælti ákvörðun hans harðlega. Í mótmælum sínum segir hún að ummæli forvera hennar geti í engu talist eðlileg í samskiptum fólks og því síður af vörum forvera hennar. Orðin séu eingöngu til þess fallin að draga úr trúverðugleika hennar sem yfirmanns á afar ósmekklegan hátt. Nú hefur Ríkissaksóknari farið yfir málið í annað sinn og telur að með vísunum í hegningarlög og svo lög um tjáningarfrelsi verði ekki séð að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu beri að aðhafast frekar í málinu. Því er ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu staðfest af Ríkissaksóknara.Helgi Magnús sáttur Í samtali við fréttastofu kvaðst Helgi Magnús ánægður með niðurstöðuna. „Það er niðurstaða ríkissaksóknara að þau orð sem mér er gert að hafa haft uppi og kærandi segist hafa eftir ónafngreindum heimildarmönnum en heyrði ekki sjálf, varði ekki við refsilög," Hann segir að með þessu sé sett ofan í við Öldu Hrönn, þar sem hún hafi beint kæru til lögreglu sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að sæta lögreglurannsókn. Alda Hrönn hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla vegna málsins. Dómsmál Innlent Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Ríkissaksóknari telur að meint ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar, varasaksóknara í Landsdómi, um Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, setts saksóknara efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, varði ekki við lög. Því beri hvorki Ríkissaksóknara né lögreglustjóra höfuðborgarsvæðinu að aðhafast í máli hennar. Þetta kemur fram í úrskurði Ríkissaksóknara frá því í gær. Úrskurðinn má lesa í heild sinni í skjali sem fylgir hér að neðan.„Kerlingar tussa" Málið hófst 23. janúar en þá kvartaði Alda Hrönn til innanríkisráðherra og ríkislögreglustjóra vegna framkomu Helga þremur dögum áður. Í úrskurði ríkissaksóknara segir að kvörtunin sé til komin vegna ummæla sem Helgi hafi átt að hafa um Öldu á göngum efnahagsbrotadeildarinnar. Eða eins og segir í úrskurðinum „er hann sagði um kæranda á göngum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra „kerlingar tussa", áheyrandi starfsmönnum deildarinnar." Starfsmaður sem heyrði til Helga á svo að hafa greint Öldu svo frá því að Helgi hefði haft um hana ýmis óviðurkvæmileg ummæli svo aðrir heyrðu til. Þótti Öldu sem að Helgi hefði með þessu meitt æru hennar og veist að henni með aðdróttunum. Einkum þóttu henni ummælin ósmekkleg þar sem hún taldi þau vísa á niðurlægjandi hátt til kynferðis hennar. Því taldi hún að orð hans vörðuðu við ákveðnar greinar hegningarlaga sem kveða á um ummæli eða aðdróttanir gagnvart opinberum starfsmanni. Ríkissaksóknari vísaði málinu til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem taldi ekki ástæðu til að aðhafast í málinu og vísaði því frá.Ekki ærumeiðandi Í bréfi lögreglustjóra segir meðal annars: „Ummæli sem virðast hafa verið viðhöfð í áheyrn a.m.k. þriggja starfsmanna yðar, sem þér nafngreinið þó ekki, eru að mati lögreglustjóra hvorki til þess fallin að meiða æru yðar eða vera virðingu yðar til hnekkis í skilningi 234. gr. og 235. gr. almennra hegningarlaga." Þá segir. „Þá verður ekki séð af bréfum yðar með hvaða hætti hinum meintu ummælum var beint að yður sem opinberum starfsmanni eða hvernig þau vörðuðu að einhverju leyti starf yðar."Óeðlileg samskipti Þessari ákvörðun vildi Alda hins vegar ekki una og 2. mars kærði hún ákvörðun lögreglustjóra til ríkissaksóknara og mótmælti ákvörðun hans harðlega. Í mótmælum sínum segir hún að ummæli forvera hennar geti í engu talist eðlileg í samskiptum fólks og því síður af vörum forvera hennar. Orðin séu eingöngu til þess fallin að draga úr trúverðugleika hennar sem yfirmanns á afar ósmekklegan hátt. Nú hefur Ríkissaksóknari farið yfir málið í annað sinn og telur að með vísunum í hegningarlög og svo lög um tjáningarfrelsi verði ekki séð að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu beri að aðhafast frekar í málinu. Því er ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu staðfest af Ríkissaksóknara.Helgi Magnús sáttur Í samtali við fréttastofu kvaðst Helgi Magnús ánægður með niðurstöðuna. „Það er niðurstaða ríkissaksóknara að þau orð sem mér er gert að hafa haft uppi og kærandi segist hafa eftir ónafngreindum heimildarmönnum en heyrði ekki sjálf, varði ekki við refsilög," Hann segir að með þessu sé sett ofan í við Öldu Hrönn, þar sem hún hafi beint kæru til lögreglu sem ætti ekki undir neinum kringumstæðum að sæta lögreglurannsókn. Alda Hrönn hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla vegna málsins.
Dómsmál Innlent Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira