Fótbolti

HM 2026 í Indlandi?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sepp Blatter.
Sepp Blatter.

Sú ákvörðun FIFA að halda HM í Katar og Rússlandi vakti óskipta athygli heimsins. Forráðamenn FIFA eru ekki hættir að koma á óvart og gæla nú við að halda HM á Indlandi árið 2026.

"Við þurfum að skoða svæði þar sem fótbolti getur bætt líf landans þá er Indland möguleiki enda búa ákaflega margir þar," sagði Sepp Blatter, forseti FIFA.

"Þetta er tvöfaldur markaður. Bæði fyrir fótboltann og efnahaginn. Indland hefur mikil áhrif."

Það verður að teljast frekar ólíklegt að HM verði í Indlandi árið 2026 enda er HM 2022 í Asíu.

Þó svo Indverjar séu fjölmennir þá eru þeir ekki burðugir í boltanum og sitja í 142. sæti á FIFA-listanum. Það er nokkuð fyrir neðan íslenska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×