Geir: Ólafur búinn að læra þessa hegðun af þeim stóru í útlöndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2011 19:55 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir gengi íslenska karlalandsliðsins og stöðu Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara. „Við höfum alveg sömu skoðun á árangri landsliðsins og allir landsmenn. Það er enginn ánægður með eitt stig í þessari riðlakeppni og reyndar hefur árangur okkar í undanförnum riðlakeppnum ekki verið góður," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. „Ólafur er góður þjálfari og kann vel til verka þó að árangurinn hafi látið á sér standa. Hann er með samning út þessa keppni. Við berum fyllsta traust til Ólafs og hann mun klára sinn samning," sagði Geir en hann var spurður um hvernig KSÍ liti á það að Ólafur Jóhannesson hafi rokið í fússi út af blaðamannafundi eftir að hafa verið spurður um framtíð sína með liðið. „Ég var ekki á þessum fundi og veit ekki hvort hann svaraði nákvæmlega þessari spurningu sem þú berð fram. Ætli hann hafði ekki lært af þessum stóru sem við sjáum í útlöndum um hvernig á að haga sér á blaðamannafundum. Ég held samt að Ólafur reyni yfirleitt að svara spurningum fréttamanna," sagði Geir. „Ég er ekki að mæla þessu bót en hann verður í sjálfu sér að skýra það hvers vegna að hann yfirgaf fundinn en ég geri ráð fyrir því að hann hafi verið mjög svekktur og pirraður," sagði Geir. „Það var ekki mikil stemmning á laugardaginn og það þurfti að kveikja í íslensku áhorfendunum. Það hefðum við gert með því að skora en okkur tókst það ekki. Auðvitað trekkir íslenska landsliðið ekki í dag og það er frekar að mótherjinn trekki," segir Geir. „Danska landsliðið skartaði engum sérstökum stjörnum í knattspyrnunni í dag og þeir hafa oft verið sterkari og með betra lið en þeir voru með á laugardaginn. Engu að síður voru þeir með betra lið en við í leiknum," sagði Geir. „Augljóslega er það áhyggjuefni að ná ekki að fylla völlinn á svona leik og þangað hljótum við að stefna þegar við horfum til nýrrar kynslóðar leikmanna sem eru núna í undir 21 árs liðinu. Við vonum að þeir muni lyfta Íslandi á hærri stall í framtíðinni í knattspyrnunni og með betri árangri komi betri stemmning," sagði Geir að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann fór yfir gengi íslenska karlalandsliðsins og stöðu Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara. „Við höfum alveg sömu skoðun á árangri landsliðsins og allir landsmenn. Það er enginn ánægður með eitt stig í þessari riðlakeppni og reyndar hefur árangur okkar í undanförnum riðlakeppnum ekki verið góður," sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. „Ólafur er góður þjálfari og kann vel til verka þó að árangurinn hafi látið á sér standa. Hann er með samning út þessa keppni. Við berum fyllsta traust til Ólafs og hann mun klára sinn samning," sagði Geir en hann var spurður um hvernig KSÍ liti á það að Ólafur Jóhannesson hafi rokið í fússi út af blaðamannafundi eftir að hafa verið spurður um framtíð sína með liðið. „Ég var ekki á þessum fundi og veit ekki hvort hann svaraði nákvæmlega þessari spurningu sem þú berð fram. Ætli hann hafði ekki lært af þessum stóru sem við sjáum í útlöndum um hvernig á að haga sér á blaðamannafundum. Ég held samt að Ólafur reyni yfirleitt að svara spurningum fréttamanna," sagði Geir. „Ég er ekki að mæla þessu bót en hann verður í sjálfu sér að skýra það hvers vegna að hann yfirgaf fundinn en ég geri ráð fyrir því að hann hafi verið mjög svekktur og pirraður," sagði Geir. „Það var ekki mikil stemmning á laugardaginn og það þurfti að kveikja í íslensku áhorfendunum. Það hefðum við gert með því að skora en okkur tókst það ekki. Auðvitað trekkir íslenska landsliðið ekki í dag og það er frekar að mótherjinn trekki," segir Geir. „Danska landsliðið skartaði engum sérstökum stjörnum í knattspyrnunni í dag og þeir hafa oft verið sterkari og með betra lið en þeir voru með á laugardaginn. Engu að síður voru þeir með betra lið en við í leiknum," sagði Geir. „Augljóslega er það áhyggjuefni að ná ekki að fylla völlinn á svona leik og þangað hljótum við að stefna þegar við horfum til nýrrar kynslóðar leikmanna sem eru núna í undir 21 árs liðinu. Við vonum að þeir muni lyfta Íslandi á hærri stall í framtíðinni í knattspyrnunni og með betri árangri komi betri stemmning," sagði Geir að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn