Risahótel á Fjöllum á borð Kínastjórnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. ágúst 2011 07:00 Bragi Benediktsson, eigandi og ábúandi í Grímstungu á Grímsstöðum, fær hér vinargjöf úr hendi Huangs Nubo sem keypt hefur jörðina. Með þeim er Ragnar Benediktsson. Mynd/Úr einkasafni Huang Nubo, eigandi Zhong Kun Investment Group, hefur samið um kaup af einkaaðilum á um sjötíu prósenta hlut af landi Grímsstaða á Fjöllum og mun eignast landið ef innanríkisráðuneytið veitir samþykki sitt. Hunag Nubo er einn ríkustu manna Kína og á hótel í Bandaríkjunum, Kína og víðar í Asíu. Ætlun Nubos er að reisa um eitt hundrað herbergja heilsárshótel á Grímsstöðum á Fjöllum. Markhópurinn mun vera efnaðir Kínverjar og Bandaríkjamenn sem eiga að geta notið friðsældar og útivistar í þrjú hundruð metra hæð í auðnum og náttúrufegurð Norð-Austurlands. Áformin fela einnig í sér byggingu 300 herbergja fimm stjarna hótels í Reykjavík. Heildarfjárfestingin er áætluðfimmtíu til sextíu milljarðar króna. Nubo ætlar sér að flytja fjármagnið frá Kína. Þar eru gjaldeyrishöft og því þurfa kínversk stjórnvöld að samþykkja gjaldeyrisyfirfærslu til verkefnisins. Lögum samkvæmt mega þeir sem búsettir eru utan evrópska efnahagssvæðisins ekki kaupa fasteignir, þar með taldar jarðir, hérlendis nema með samþykki innanríkisráðuneytisins. Ekki hefur enn verið óskað eftir slíkri heimild. Nubo mun leggja mikla áherslu á að málið fari aðeins í gang í góðri sátt við allt og alla. Með kaupunum eignast Nubo yfir sjötíu prósenta hlut í Grímsstaðajörðinni. Ríkið á 25 prósent af landinu. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi landbúnaðarráðuneytisins sem fer með hlut ríkisins í jörðinni, segir ekki víst að málið komi þangað inn á borð. „Það gæti komið til umfjöllunar ef þarf að taka land úr landbúnaðarnotum. Þá á ríkið land á Grímsstaðatorfunni og hluti þess er í óskiptri sameign. En það er samt ekkert sem segir að það skapi aðkomu ráðuneytisins að málinu,“ útskýrir Bjarni. Sveitarfélagið Norðurþing hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf um skipulagsmál vegna hótelsins. „Þetta fellur vel að okkar framtíðarsýn í ferðamennsku. Fjárfestingar af þessum mælikvarða skipta gríðarlega miklu máli,“ segir Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri. „Nubo leggur mikla áherslu á að vinna með okkur að eflingu ferðaþjónustunnar og taka þátt í ýmsum verkefnum hér í samfélaginu. Með þessu getur litla Ísland líka fengið aðgang að gríðarlegu markaðssvæði,“ segir Bergur, sem kveður hægt að hefja framkvæmdir eftir sex til átta mánuði og opna hótelið eftir þrjú ár. Fréttir Innlent Jarðakaup útlendinga Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Huang Nubo, eigandi Zhong Kun Investment Group, hefur samið um kaup af einkaaðilum á um sjötíu prósenta hlut af landi Grímsstaða á Fjöllum og mun eignast landið ef innanríkisráðuneytið veitir samþykki sitt. Hunag Nubo er einn ríkustu manna Kína og á hótel í Bandaríkjunum, Kína og víðar í Asíu. Ætlun Nubos er að reisa um eitt hundrað herbergja heilsárshótel á Grímsstöðum á Fjöllum. Markhópurinn mun vera efnaðir Kínverjar og Bandaríkjamenn sem eiga að geta notið friðsældar og útivistar í þrjú hundruð metra hæð í auðnum og náttúrufegurð Norð-Austurlands. Áformin fela einnig í sér byggingu 300 herbergja fimm stjarna hótels í Reykjavík. Heildarfjárfestingin er áætluðfimmtíu til sextíu milljarðar króna. Nubo ætlar sér að flytja fjármagnið frá Kína. Þar eru gjaldeyrishöft og því þurfa kínversk stjórnvöld að samþykkja gjaldeyrisyfirfærslu til verkefnisins. Lögum samkvæmt mega þeir sem búsettir eru utan evrópska efnahagssvæðisins ekki kaupa fasteignir, þar með taldar jarðir, hérlendis nema með samþykki innanríkisráðuneytisins. Ekki hefur enn verið óskað eftir slíkri heimild. Nubo mun leggja mikla áherslu á að málið fari aðeins í gang í góðri sátt við allt og alla. Með kaupunum eignast Nubo yfir sjötíu prósenta hlut í Grímsstaðajörðinni. Ríkið á 25 prósent af landinu. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi landbúnaðarráðuneytisins sem fer með hlut ríkisins í jörðinni, segir ekki víst að málið komi þangað inn á borð. „Það gæti komið til umfjöllunar ef þarf að taka land úr landbúnaðarnotum. Þá á ríkið land á Grímsstaðatorfunni og hluti þess er í óskiptri sameign. En það er samt ekkert sem segir að það skapi aðkomu ráðuneytisins að málinu,“ útskýrir Bjarni. Sveitarfélagið Norðurþing hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf um skipulagsmál vegna hótelsins. „Þetta fellur vel að okkar framtíðarsýn í ferðamennsku. Fjárfestingar af þessum mælikvarða skipta gríðarlega miklu máli,“ segir Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri. „Nubo leggur mikla áherslu á að vinna með okkur að eflingu ferðaþjónustunnar og taka þátt í ýmsum verkefnum hér í samfélaginu. Með þessu getur litla Ísland líka fengið aðgang að gríðarlegu markaðssvæði,“ segir Bergur, sem kveður hægt að hefja framkvæmdir eftir sex til átta mánuði og opna hótelið eftir þrjú ár.
Fréttir Innlent Jarðakaup útlendinga Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira